Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 14:00 Alex Grétar og Gabríela María segja sína sögu í fyrsta þættinum af Trans börn. Myndir/Stöð 2 „Trans er að ég fæddist sem stelpa, en ég vildi samt vera strákur. Eða ég er strákur, en samt er ég stelpa,“ segir Alex Grétar, einn fjögurra barna sem er fjallað um í þáttunum Trans börn. Fyrsti þáttur var sýndur í opinni dagskrá og hægt er að horfa á hann í heild sinni í spilaranum neðar í fréttinni. Aðeins fyrsti þátturinn af þremur var í opinni dagskrá, en stjórnendum Stöðvar 2 fannst að þessi þáttur ætti einfaldlega erindi við sem flesta.Sjá einnig: Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Trans börn er heimildarþáttaröð í þremur hlutum en í fyrsta þætti kynnumst við Alex Grétari og Gabríelu Maríu og fjölskyldum þeirra. Þættirnir gefa innsýn í það hvernig það er fyrir þau að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína á táningsaldri. „Mér leið alveg illa á sumum dögum, eins og það væri eitthvað að mér.“ segir Gabríela María en hún leit samt aldrei á sig sem annað en stelpu. Fjölskyldurnar fjórar opna sig upp á gátt í þáttunum. Þau lýsa því hvenær fyrstu merkin fóru að sjást um að börnin upplifðu sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. Sumir foreldranna streittust á móti í byrjun, jafnvel með því að banna ákveðinn klæðaburð eða með því að snoða hárið í stað þess að leyfa því að verða sítt. „Það er voðalega gott að geta sagt við foreldra að barnið þitt hefur alla möguleika til að verða hamingjusamt og meiri möguleika á að verða hamingjusamt ef það fær að vera það sjálft,“ segir segir Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Hún segir að flestir foreldrar trans barna sem hún hittir, hafi fengið að heyra frá öðru fólki að þau séu að ýta barninu sínu út í einhverja hegðun með því að leyfa því að vera eins og það er. Klippa: Trans börn - Fyrsti þáttur Framleiðandi þáttanna er Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um umsjón og klippingu annast Fannar Scheving Edwardsson. Friðrik Friðriksson sá um myndatöku. Næsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 næsta sunnudag strax á eftir fréttum. Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Trans börn Tengdar fréttir Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30 Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06 Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
„Trans er að ég fæddist sem stelpa, en ég vildi samt vera strákur. Eða ég er strákur, en samt er ég stelpa,“ segir Alex Grétar, einn fjögurra barna sem er fjallað um í þáttunum Trans börn. Fyrsti þáttur var sýndur í opinni dagskrá og hægt er að horfa á hann í heild sinni í spilaranum neðar í fréttinni. Aðeins fyrsti þátturinn af þremur var í opinni dagskrá, en stjórnendum Stöðvar 2 fannst að þessi þáttur ætti einfaldlega erindi við sem flesta.Sjá einnig: Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Trans börn er heimildarþáttaröð í þremur hlutum en í fyrsta þætti kynnumst við Alex Grétari og Gabríelu Maríu og fjölskyldum þeirra. Þættirnir gefa innsýn í það hvernig það er fyrir þau að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína á táningsaldri. „Mér leið alveg illa á sumum dögum, eins og það væri eitthvað að mér.“ segir Gabríela María en hún leit samt aldrei á sig sem annað en stelpu. Fjölskyldurnar fjórar opna sig upp á gátt í þáttunum. Þau lýsa því hvenær fyrstu merkin fóru að sjást um að börnin upplifðu sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. Sumir foreldranna streittust á móti í byrjun, jafnvel með því að banna ákveðinn klæðaburð eða með því að snoða hárið í stað þess að leyfa því að verða sítt. „Það er voðalega gott að geta sagt við foreldra að barnið þitt hefur alla möguleika til að verða hamingjusamt og meiri möguleika á að verða hamingjusamt ef það fær að vera það sjálft,“ segir segir Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Hún segir að flestir foreldrar trans barna sem hún hittir, hafi fengið að heyra frá öðru fólki að þau séu að ýta barninu sínu út í einhverja hegðun með því að leyfa því að vera eins og það er. Klippa: Trans börn - Fyrsti þáttur Framleiðandi þáttanna er Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um umsjón og klippingu annast Fannar Scheving Edwardsson. Friðrik Friðriksson sá um myndatöku. Næsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 næsta sunnudag strax á eftir fréttum.
Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Trans börn Tengdar fréttir Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30 Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06 Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30
Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06
Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30