Íslenski boltinn

Víkingur fær ungan miðjumann frá Coventry

Sindri Sverrisson skrifar
Billy Stedman spilar í Ólafsvík í sumar.
Billy Stedman spilar í Ólafsvík í sumar. Facebook/Víkingur Ó.

Víkingur Ólafsvík hefur samið við enska leikmanninn Billy Stedman um að spila með liðinu í 1. deild karla í fótbolta næsta sumar.

Leikmaðurinn heitir Billy Stedman og er 20 ára gamall. Samkvæmt Facebook-síðu Víkings getur hann spilað sem kantmaður og framarlega á miðjunni. Hann þótti standa sig vel þegar hann var til reynslu hjá félaginu um síðustu mánaðamót og því var ákveðið að semja við hann.

Stedman lék með yngri liðum Coventry og kom við sögu í bikarleikjum með aðalliðinu en hefur verið án félags frá síðasta sumri samkvæmt Transfermarkt.

Víkingur mætir Vestra í fyrstu umferð 1. deildarinnar þann 2. maí. Liðið endaði í 4. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×