Lífið

Hildur breytir sögunni hvað varðar konur í kvikmyndatónlist

Stefán Árni Pálsson skrifar
Getty Images / Kevin Winter

Það má segja að Hildur Guðnadóttir hafi breytt sögunni hvað varðar kynjahlutföll þegar kemur að verðlaunum í tengslum við kvikmyndatónlist.

Síðastliðið ár hefur hún unnið yfir sextíu prósent allra verðlauna sem konur hafa fengið fyrir kvikmynda- og sjónvarpsþáttatónlist. Hildur var aðeins fjórða konan til að vinna Óskarinn fyrir kvikmyndatónlist á þeim 92 árum sem verðlaunahátíðin hefur verið haldin.

Það hefur það verið svo sjaldgæft að konur vinni til verðlauna fyrir kvikmyndatónlist að Hildur hefur síðastliðið ár unnið til tíu verðlauna á stærstu kvikmyndahátíðum heims og þar með hækkað hlut kvenna úr sex verðlaunum í sextán í sögunni.

Þetta má sjá á myndbandi sem Pipar\TBWA gerði til glöggvunar á þessu einstæða afreki Hildar.


Tengdar fréttir

Hildur heiðruð með kveðju á Hörpu

Hildur Guðnadóttir, tónskáld og fyrsti Óskarsverðlaunahafi Íslands, fær ljómandi hamingjuóskir frá tónlistarhúsinu Hörpu í kvöld. Til stendur að birta kveðjuna "Til hamingju Hildur!“ á glerhjúpi hússins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.