Nærmynd af Hildi Guðnadóttur: Heil, hlý og litríkur sprelligosi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2020 10:30 Hildur Guðnadóttir hefur slegið í gegn út um allan heim undanfarna mánuði. Hildur Guðnadóttir tónskáld vann eins og allir vita Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker í gærkvöld. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki kvikmyndatónlistar. En hver er þessi kona? Kjartan Atli Kjartansson ræddi við vini og vandamenn Hildar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fengu áhorfendur að kynnast henni betur. Hildur er Hafnfirðingur og fæddist árið 1982 og gekk í Öldutúnsskóla. Hugur hennar virðist ávallt hafa leitað í tónlist og kom hún ung fram á sjónarsviðið. Hún var í hljómsveitunum Woofer og Rúnk og kom einnig fram með Múm í kringum aldamótin. „Hildur er afskaplega litríkur persónuleiki, rosalega glöð og ég man ekki eftir henni öðruvísi en með bros á vör,“ segir Berglind María Tómasdóttir, dósent í flutningi og miðlun samtímatónlistar, og vinkona Hildar. Drungaleg og þung tónlist „Hún er svaðalega mikill sprelligosi sem er svolítið fyndið þegar maður hlustar á tónlistina hennar sem er rosalega drungaleg og þung,“ segir Benni Hemm Hemm vinur Hildar og hljómsveitafélagi. „Hún er mikil fagkona og mjög einlæg í sinni vinnu og samkvæm sjálfum sér. Hún er frábær að vinna með,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri sem vann með Hildi í Ófærð og Eiðnum. „Hildur Guðnadóttir er heil og hlý,“ segir Kíra Kíra, tónlistarkona og vinkona Hildar. Hildur útskrifaðist fyrst allra af brautinni tónsmíðar nýmiðlar við Listaháskóla Íslands árið 2005 og hélt til Berlínar í framhaldsnám. Þar skaut hún rótum og hefur verið meira og minna síðan. Í Berlín vann hún náið með öðru tónskáldi, Jóhanni Jóhannssyni og segja má að ferill Hildar í kvikmyndatónlist sé samofinn samstarfi hennar við Jóhann sem lést árið 2018. „Hún kom með Jóhanni inn í Ófærð eitt, þau voru þrjú saman og síðan þegar ég fer í Eiðinn hafði ég kynnst henni svolítið. Það myndast mjög gott samstarf í Eiðnum og þegar Jóhann fellur frá tekur hún við og gerir Ófærð tvö,“ segir Balti. Mjög næm „Það sem er sérstakt við listsköpun Hildar er að hún er rosalega næm og hlustar svo vel inn í aðstæður. Maður tekur oft ekki eftir tónlistinni, hún verður svona órjúfanlegur partur af verkinu,“ segir Berlind. „Það er margt sem kemur saman. Bæði er hún með mjög sérstakan hljóðheim, sem er mjög skyldur hljóðheimi Jóhanns og þau uxu saman. Eftir að hann fellur frá tekur hún við sem er svolítið fallegt, þó þetta sé algjörlega hennar. Það er einhver tónn sem er frumlegur og mikið að kvikmyndatónlist í Hollywood er mjög svipuð. Hún kemur með ferskan blæ inn í verkið,“ segir Baltasar um ástæðuna á bakvið því af hverju hún vinnur Óskarinn. „Ég veit ekki hvort það sé hægt að vinna fleiri verðlaun á einu ári en hún hefur gert. Þetta verður ekki toppað í bráð,“ segir Baltasar. Hér að neðan má sjá nærmynd af Hildi. Hildur Guðnadóttir Ísland í dag Óskarinn Tengdar fréttir Faðir Hildar telur hana slá nýjan tón í kvikmyndatónlist Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa. 10. febrúar 2020 12:01 Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Hildur heiðruð með kveðju á Hörpu Hildur Guðnadóttir, tónskáld og fyrsti Óskarsverðlaunahafi Íslands, fær ljómandi hamingjuóskir frá tónlistarhúsinu Hörpu í kvöld. Til stendur að birta kveðjuna "Til hamingju Hildur!“ á glerhjúpi hússins. 10. febrúar 2020 15:44 Íslendingar missa sig yfir tíðindum næturinnar Sagan var skrifuð í nótt þegar Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun, fyrst Íslendinga, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókernum. 10. febrúar 2020 10:15 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld vann eins og allir vita Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker í gærkvöld. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki kvikmyndatónlistar. En hver er þessi kona? Kjartan Atli Kjartansson ræddi við vini og vandamenn Hildar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fengu áhorfendur að kynnast henni betur. Hildur er Hafnfirðingur og fæddist árið 1982 og gekk í Öldutúnsskóla. Hugur hennar virðist ávallt hafa leitað í tónlist og kom hún ung fram á sjónarsviðið. Hún var í hljómsveitunum Woofer og Rúnk og kom einnig fram með Múm í kringum aldamótin. „Hildur er afskaplega litríkur persónuleiki, rosalega glöð og ég man ekki eftir henni öðruvísi en með bros á vör,“ segir Berglind María Tómasdóttir, dósent í flutningi og miðlun samtímatónlistar, og vinkona Hildar. Drungaleg og þung tónlist „Hún er svaðalega mikill sprelligosi sem er svolítið fyndið þegar maður hlustar á tónlistina hennar sem er rosalega drungaleg og þung,“ segir Benni Hemm Hemm vinur Hildar og hljómsveitafélagi. „Hún er mikil fagkona og mjög einlæg í sinni vinnu og samkvæm sjálfum sér. Hún er frábær að vinna með,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri sem vann með Hildi í Ófærð og Eiðnum. „Hildur Guðnadóttir er heil og hlý,“ segir Kíra Kíra, tónlistarkona og vinkona Hildar. Hildur útskrifaðist fyrst allra af brautinni tónsmíðar nýmiðlar við Listaháskóla Íslands árið 2005 og hélt til Berlínar í framhaldsnám. Þar skaut hún rótum og hefur verið meira og minna síðan. Í Berlín vann hún náið með öðru tónskáldi, Jóhanni Jóhannssyni og segja má að ferill Hildar í kvikmyndatónlist sé samofinn samstarfi hennar við Jóhann sem lést árið 2018. „Hún kom með Jóhanni inn í Ófærð eitt, þau voru þrjú saman og síðan þegar ég fer í Eiðinn hafði ég kynnst henni svolítið. Það myndast mjög gott samstarf í Eiðnum og þegar Jóhann fellur frá tekur hún við og gerir Ófærð tvö,“ segir Balti. Mjög næm „Það sem er sérstakt við listsköpun Hildar er að hún er rosalega næm og hlustar svo vel inn í aðstæður. Maður tekur oft ekki eftir tónlistinni, hún verður svona órjúfanlegur partur af verkinu,“ segir Berlind. „Það er margt sem kemur saman. Bæði er hún með mjög sérstakan hljóðheim, sem er mjög skyldur hljóðheimi Jóhanns og þau uxu saman. Eftir að hann fellur frá tekur hún við sem er svolítið fallegt, þó þetta sé algjörlega hennar. Það er einhver tónn sem er frumlegur og mikið að kvikmyndatónlist í Hollywood er mjög svipuð. Hún kemur með ferskan blæ inn í verkið,“ segir Baltasar um ástæðuna á bakvið því af hverju hún vinnur Óskarinn. „Ég veit ekki hvort það sé hægt að vinna fleiri verðlaun á einu ári en hún hefur gert. Þetta verður ekki toppað í bráð,“ segir Baltasar. Hér að neðan má sjá nærmynd af Hildi.
Hildur Guðnadóttir Ísland í dag Óskarinn Tengdar fréttir Faðir Hildar telur hana slá nýjan tón í kvikmyndatónlist Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa. 10. febrúar 2020 12:01 Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Hildur heiðruð með kveðju á Hörpu Hildur Guðnadóttir, tónskáld og fyrsti Óskarsverðlaunahafi Íslands, fær ljómandi hamingjuóskir frá tónlistarhúsinu Hörpu í kvöld. Til stendur að birta kveðjuna "Til hamingju Hildur!“ á glerhjúpi hússins. 10. febrúar 2020 15:44 Íslendingar missa sig yfir tíðindum næturinnar Sagan var skrifuð í nótt þegar Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun, fyrst Íslendinga, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókernum. 10. febrúar 2020 10:15 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Faðir Hildar telur hana slá nýjan tón í kvikmyndatónlist Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa. 10. febrúar 2020 12:01
Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09
Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43
Hildur heiðruð með kveðju á Hörpu Hildur Guðnadóttir, tónskáld og fyrsti Óskarsverðlaunahafi Íslands, fær ljómandi hamingjuóskir frá tónlistarhúsinu Hörpu í kvöld. Til stendur að birta kveðjuna "Til hamingju Hildur!“ á glerhjúpi hússins. 10. febrúar 2020 15:44
Íslendingar missa sig yfir tíðindum næturinnar Sagan var skrifuð í nótt þegar Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun, fyrst Íslendinga, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókernum. 10. febrúar 2020 10:15
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“