Aldrei minna áhorf á Óskarinn í bandarísku sjónvarpi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 09:15 Þrír hinna fjögurra hvítu leikara sem hlutu Óskarinn fyrir besta leik í ár, þau Joaquin Phoenix, Renée Zellweger og Brad Pitt. vísir/getty Aldrei hafa færri bandarískir sjónvarpsáhorfendur stillt inn á beina útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar ABC frá Óskarsverðlaununum en í ár. Alls horfðu 23,6 milljónir manna á verðlaunahátíðina sem fram fór á sunnudaginn. Þar með var metið frá árinu 2018 um fæsta áhorfendur á Óskarinn slegið en það ár horfðu 26,5 milljón áhorfenda á beina útsendingu frá verðlaununum. Áhorfið í fyrra fór upp á milli ára en þá horfðu 29,6 milljónir manna á hátíðina í sjónvarpi. Þá var það nýmæli að enginn sérstakur kynnir var á hátíðinni og var það sama uppi á teningnum í ár. Það skilaði sér hins vegar ekki í fleiri áhorfendum. Það gerðu heldur ekki tilraunir til þess að bjóða upp á fjölbreyttari dagskrá en áður, til dæmis með opnunaratriðinu og óvæntu tónlistaratriði Eminem, að því er fram kemur í umfjöllun Indiewire um málið. Óskarsverðlaunin voru í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar gagnrýnd mikið fyrir einmitt skort á fjölbreytileika. Gagnrýnin beindist ekki hvað síst að tilnefningum í leikara- og leikkonuflokkum þar sem allir tilnefndir voru hvítir fyrir utan Cynthiu Erivo, og tilnefningum í leikstjóraflokknum þar sem engin kona hlaut tilnefningu. Burtséð þó frá áhorfstölum og skorti á fjölbreytileika má nánast fullyrða að 92. Óskarsverðlaunin verði lengi í minnum höfð hjá íslensku þjóðinni þar sem Hildur Guðnadóttir, tónskáld, varð á sunnudaginn fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun. Hún hlaut styttuna góðu fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker. Bandaríkin Fjölmiðlar Hollywood Óskarinn Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Aldrei hafa færri bandarískir sjónvarpsáhorfendur stillt inn á beina útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar ABC frá Óskarsverðlaununum en í ár. Alls horfðu 23,6 milljónir manna á verðlaunahátíðina sem fram fór á sunnudaginn. Þar með var metið frá árinu 2018 um fæsta áhorfendur á Óskarinn slegið en það ár horfðu 26,5 milljón áhorfenda á beina útsendingu frá verðlaununum. Áhorfið í fyrra fór upp á milli ára en þá horfðu 29,6 milljónir manna á hátíðina í sjónvarpi. Þá var það nýmæli að enginn sérstakur kynnir var á hátíðinni og var það sama uppi á teningnum í ár. Það skilaði sér hins vegar ekki í fleiri áhorfendum. Það gerðu heldur ekki tilraunir til þess að bjóða upp á fjölbreyttari dagskrá en áður, til dæmis með opnunaratriðinu og óvæntu tónlistaratriði Eminem, að því er fram kemur í umfjöllun Indiewire um málið. Óskarsverðlaunin voru í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar gagnrýnd mikið fyrir einmitt skort á fjölbreytileika. Gagnrýnin beindist ekki hvað síst að tilnefningum í leikara- og leikkonuflokkum þar sem allir tilnefndir voru hvítir fyrir utan Cynthiu Erivo, og tilnefningum í leikstjóraflokknum þar sem engin kona hlaut tilnefningu. Burtséð þó frá áhorfstölum og skorti á fjölbreytileika má nánast fullyrða að 92. Óskarsverðlaunin verði lengi í minnum höfð hjá íslensku þjóðinni þar sem Hildur Guðnadóttir, tónskáld, varð á sunnudaginn fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun. Hún hlaut styttuna góðu fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker.
Bandaríkin Fjölmiðlar Hollywood Óskarinn Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira