Lífið

Íslendingar missa sig yfir tíðindum næturinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur kom, sá og sigraði á Óskarnum í nótt. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur til Óskarsverðlauna.
Hildur kom, sá og sigraði á Óskarnum í nótt. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur til Óskarsverðlauna.

Sagan var skrifuð í nótt þegar Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun, fyrst Íslendinga, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókernum.

Verðlaunin voru veitt klukkan 03:43 í nótt og kom það í hlut Brie Larson, Sigourney Weaver og Gal Gadot að lesa nafn Hildar sem þakkaði fyrir sig með tilkomumikilli ræðu.

Íslendingar eru að rifna úr stolti á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan.

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi er augljóslega mjög sátt við tíðindin.

„Þvílíkur sigur - til hamingju Hildur og Ísland! Og þótt ég sé hæverskur þá get ég ekki stillt mig um að segja ykkur að Hildur er frænka mín. Ég var búinn að segja mömmu hennar Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir - við erum systkinabörn - að ég ætlaði bara að monta mig af því einu sinni og geri það hér með,“ skrifar alþingismaðurinn Páll Magnússon.

„Hvílíkur listamaður, hvílík fyrirmynd. Sem móðir sellóstúlku og sem íslensk kona, sem unnandi fagurrar og merkingarbærrar tónlistar og aðdáandi þess að standa með sér og sínu fagna ég svo ákaft öllum þessum verðskuldaða árangri og viðurkenningum,“ skrifar Brynhildur Björnsdóttir á Facebook.

Tónlistarkonan Kristjana Stefánsdóttir fékk gæsahúð.

Óperusöngkonan og tónskáldið Hallveig Rúnarsdóttir fór hreinlega að hágráta. 

Fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir er mjög sátt. 

Vilborg Arna Gissuradóttir er að rifna úr stolti. 

María Björk Guðmundsdóttir tárast yfir fyrirmyndinni Hildi Guðnadóttur.

Menntamálaráðherra tjáir sig um afrekið.

Og fleiri tjá sig um málið og afrek Hildar. 


Tengdar fréttir

Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun

Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×