Fótbolti

Þjálfarinn sem fékk Björn til Kýpur rekinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kåre Ingebrigtsen, fyrrum þjálfari APOEL.
Kåre Ingebrigtsen, fyrrum þjálfari APOEL. Vísir/Getty

Kåre Ingebrigtsen hefur verið sagt upp störfum hjá APOEL Nicosia. Hann var rétt rúman einn og hálfan mánuð í starfi.

Greint var frá þess á vefsíðu APOEL.

Ingebrigtsen var ráðinn til félagsins þann 28. desember en hann hafði áður þjálfað Oostende í Belgíu þar sem Ari Freyr Skúlason leikur. Hann var reyndar ekki búinn að vera lengi í starfi þar er hann sagði því lausu til að taka við APOEL en þessi 54 ára gamli Norðmaður þjálfaði Rosenborg frá árinu 2014 til 2018.

Nú er hann hins vegar orðinn atvinnulaus. Eitt af því fáa sem hann gerði fyrir APOEL var að fá Björn Bergmann Sigurðarson á láni frá rússneska félaginu Rostov undir lok félagaskiptagluggans nú í janúar. Hvort næsti þjálfari APOEL verði jafn hrifinn af Birni Bergmanni verður að koma í ljós.

Árangur APOEL á yfirstandandi leiktíð er ekki talinn ásættanlegur en félagið er ríkjandi meistari og hefur unnið deildina undanfarin sjö ár. Sem stendur er liðið í 3. sæti, fimm stigum á eftir Anorthosis ásamt því að hafa dottið út í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar.

APOEL er þó komið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem svissneska liðið Basel bíður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×