Íslenski boltinn

Forseti Íslands með nýtt fótboltafélag við bæjardyrnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bessastaðir á Álftanesi hafa eignast nýtt fótboltafélag.
Bessastaðir á Álftanesi hafa eignast nýtt fótboltafélag. Vísir/Vilhelm

Knattspyrnufélagið Bessastaðir er eitt af fjórum nýjum knattspyrnufélögum sem taka þátt í 4. deild karla í knattspyrnu í sumar.Breiðablik er einnig komið með annað „afkvæmi“ í nýju félagi, nýtt fótboltalið var stofnað á Suðurlandi og þá skilgreinir eitt af nýju liðunum sig sem stolt félag með leikmenn með mismunandi uppruna.Fótbolti.net segir frá þessum fjórum nýju knattspyrnufélögum en þau eru Blix, Íþróttabandalag Uppsveita, Knattspyrnufélagið Bessastaðir og Skandinavía. Þau taka öll þátt í Mjólkurbikarnum í sumar.Blix er nýjasta afkvæmið úr röðum uppeldisstarfsins úr Breiðablik en þar munu gamlir Blikar og gamlir leikmenn Augnabliks, sameinast ungum 2.flokks drengjum úr Breiðablik sem eru að taka sín fyrstu skref. Blix mætir Njarðvík í fyrstu umferð Mjólkurbikarkeppninnar.Íþróttabandalag uppsveita, eða ÍBU, mun taka þátt í fyrsta skipti í 4.deildinni þetta sumar en um er að ræða drengi úr uppsveitum Árnessýslu það er að segja Hrunumannahreppi, Biskupstungum, Laugavatni, Skeiða og Gnúpverjahreppi og Grímsnesi. Liðið mun spila heimaleiki sína á Flúðum. ÍBU mætir SR í fyrstu umferð Mjólkurbikarkeppninnar.Knattspyrnufélagið Bessastaðir eða KFB er einskonar afkvæmi Álftaness með það hlutverk að styðja betur undir unga stráka sem hafa ekki fengið tækifæri með Álftanesi sem leikur í 3.deild karla. Liðið mun líklega spila á Bessastaðavelli eða við bæjardyrnar hjá forseta Íslands. KFB mætir Víði í fyrstu umferð Mjólkurbikarkeppninnar.Skandinavía er knattspyrnulið stofnað og þjálfað af Saint Paul Edeh en hann var liðtækur markaskorari í neðri deildunum hér á árum áður en hann kom upphaflega til Fram. Skandinavía hefur verið að safna liði og skilgreinir sig sem stolt félag með leikmenn með mismunandi uppruna. Skandinavía mætir Kórdrengjum á útivelli í fyrstu umferð Mjólkurbikarkeppninnar.Það má lesa meira um þessu nýju félög í frétt Fótbolta.net með því að smella hér.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.