Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2020 14:58 Arnþrúður þarf að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur en auk þess málsvarnarlaun lögmanns hans upp á 1,1 milljón króna. Hún ætlar að áfrýja málinu. „Hér með er upplýst um að sótt verður um leyfi til þess að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2430/2019, Reynir Traustason gegn Arnþrúði Karlsdóttur, sem kveðinn var í dag 11. febrúar 2020, til Landsréttar,“ segir í stuttri tilkynningu sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi til fjölmiðla fyrir hönd Arnþrúðar. Vilhjálmur færðist undan því að veita frekari viðbrögð vegna málsins þegar eftir því var leitað. Ummælin dauð og ómerk Vísir greindi frá því fyrr í dag að nokkur ummæli Arnþrúðar hefðu verið dæmd ómerk í máli Reynis Traustasonar blaðamanns á hendur henni. Þá var hún dæmd til að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur og 1,1 milljón í málskostnað. Reynir og lögmaður hans Gunnar Ingi Jóhannsson við flutning málsins. Gunnar Ingi sem lýsti dómnum í morgun sem svo að um fullnaðarsigur væri að ræða.visir/vilhelm Ummælin sem féllu á Útvarpi Sögu, sem dæmd hafa verið dauð og ómerk, eru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Mikilvægast að Arnþrúður telst nú ómerkingur Vísi hefur ekki tekist að ná tali af Arnþrúði vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En, Reynir fagnar hins vegar og segist í samtali við Vísi ekki hafa búist við neinni annarri niðurstöðu en þessari. Tilfinningin sé góð. Hann segir að sér hafi ekki verið það ljúft að fara í þessa vegferð, meiðyrðamál séu þess eðlis. En einhvers staðar verði að setja strik í sandinn. „Allir heiðarlegir blaðamenn hefðu hugsað þetta eins og ég. Rakalaust. Að leiðarlokum ætlaði ég ekki að láta þetta standa, alveg sama þó það sé karakter eins og Arnþrúður Karlsdóttir segði þetta. Menn töldu bara að hún hefði blásið í þá herlúðra að nú mættu allir fylgja eftir. En það er búið að troða uppí herlúðurinn hennar. En auðvitað er þetta hundleiðinlegt.“ Reynir segist ekki ætla að láta það höggvið í legstein sinn: Drap fólk og skrifaði falsfréttir. „Eina sem maður á að leiðarlokum í þessu starfi er að hafa verið heiðarlegur. Maður vill eiga sinn orðstír. Það getur vel verið að þetta muni kosta mig einhverjar upphæðir. Ég mun engu ná út úr henni, en það er búið að dæma hana ómerking. Það er mikilvægast.“ Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40 Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
„Hér með er upplýst um að sótt verður um leyfi til þess að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2430/2019, Reynir Traustason gegn Arnþrúði Karlsdóttur, sem kveðinn var í dag 11. febrúar 2020, til Landsréttar,“ segir í stuttri tilkynningu sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi til fjölmiðla fyrir hönd Arnþrúðar. Vilhjálmur færðist undan því að veita frekari viðbrögð vegna málsins þegar eftir því var leitað. Ummælin dauð og ómerk Vísir greindi frá því fyrr í dag að nokkur ummæli Arnþrúðar hefðu verið dæmd ómerk í máli Reynis Traustasonar blaðamanns á hendur henni. Þá var hún dæmd til að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur og 1,1 milljón í málskostnað. Reynir og lögmaður hans Gunnar Ingi Jóhannsson við flutning málsins. Gunnar Ingi sem lýsti dómnum í morgun sem svo að um fullnaðarsigur væri að ræða.visir/vilhelm Ummælin sem féllu á Útvarpi Sögu, sem dæmd hafa verið dauð og ómerk, eru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Mikilvægast að Arnþrúður telst nú ómerkingur Vísi hefur ekki tekist að ná tali af Arnþrúði vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En, Reynir fagnar hins vegar og segist í samtali við Vísi ekki hafa búist við neinni annarri niðurstöðu en þessari. Tilfinningin sé góð. Hann segir að sér hafi ekki verið það ljúft að fara í þessa vegferð, meiðyrðamál séu þess eðlis. En einhvers staðar verði að setja strik í sandinn. „Allir heiðarlegir blaðamenn hefðu hugsað þetta eins og ég. Rakalaust. Að leiðarlokum ætlaði ég ekki að láta þetta standa, alveg sama þó það sé karakter eins og Arnþrúður Karlsdóttir segði þetta. Menn töldu bara að hún hefði blásið í þá herlúðra að nú mættu allir fylgja eftir. En það er búið að troða uppí herlúðurinn hennar. En auðvitað er þetta hundleiðinlegt.“ Reynir segist ekki ætla að láta það höggvið í legstein sinn: Drap fólk og skrifaði falsfréttir. „Eina sem maður á að leiðarlokum í þessu starfi er að hafa verið heiðarlegur. Maður vill eiga sinn orðstír. Það getur vel verið að þetta muni kosta mig einhverjar upphæðir. Ég mun engu ná út úr henni, en það er búið að dæma hana ómerking. Það er mikilvægast.“
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40 Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40