CIA seldi ríkjum tækni sem var notuð til að njósna um þau Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2020 16:20 Í innri skýrslum lýsti CIA starfsemi sinni með Crypto AG sem mesta snilldarbragði í leyniþjónustumálum á síðustu öld. Vísir/Getty Svissneskt fyrirtæki sem var umsvifamikið í dulkóðunartækni um áratugaskeið og seldi þjónustu sína til ríkja um allan heim var í raun og veru í eigu bandarísku leyniþjónustunnar CIA og vesturþýsku leyniþjónustunnar sem notuðu búnaðinn til að njósna um viðskiptavinina. Rannsókn á málinu er hafin í Sviss. Bandaríska dagblaðið Washington Post og þýska ríkisútvarpið ZDF birtu í dag ítarlega umfjöllun um svissneska fyrirtækið Crypto AG sem byggir á gögnum frá CIA. Crypto AG skóp nafn sitt með því að smíða dulkóðunartæki fyrir Bandaríkjaher í síðari heimsstyrjöld og lagði markaðinn að fótum sér á eftirstríðsárunum. Fyrirtækið er sagt hafa rakað inn jafnvirði milljarða króna með því að selja búnað sinn til fleiri en 120 ríkja langt fram á þessa öld, þar á meðal til Írans, ýmissa herforingjastjórna í Rómönsku Ameríku, Indlands, Pakistans og Páfagarðs. Ekkert þessara ríkja gerði sér þó grein fyrir að Crypto AG væri raunverulega í eigu CIA sem átti í samstarfi við vesturþýsku leyniþjónustuna. Stofnanirnar komu því þannig fyrir að þær gátu hæglega lesið dulkóðuðu skilaboðin sem ríkin sendu með hjálp búnaðarins sem þau keyptu af Crypto. Ekki voru öll ríki grandalaus um raunverulegt eðli Crypto AG. Ísraelar, Svíar, Svisslendingar og Bretar eru sagðir hafa vitað af aðgerðum þess eða tekið við upplýsingum sem fengust með búnaði svissneska fyrirtækisins. The CIA — in partnership with West German intelligence — secretly owned a Swiss company, Crypto AG, that sold rigged encryption devices to 120 countries. https://t.co/PIJccWpkBK pic.twitter.com/PA1Q6syuCK— The Washington Post (@washingtonpost) February 11, 2020 Lýst sem „snilldarbragði aldarinnar“ Washington Post segir að CIA og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi stýrt nær allri starfsemi Crypto, þar á meðal mannaráðningum, hönnun á tækni og hvaða viðskiptavinum fyrirtækið ætti að falast eftir. „Þetta var leyniþjónustusnilldarbragð aldarinnar. Erlendar ríkisstjórnir greiddu fúlgur fjár til Bandaríkjanna og Vestur-Þýskalands fyrir þau forréttindi að leyfa að minnsta kosti tveimur (og mögulega allt að fimm eða sex) erlendum ríkjum að lesa leynilegustu samskipti þeirra,“ sagði í skýrslu CIA sem fjölmiðlarnir segjast hafa undir höndum. Dulkóðunartæknina notaði CIA meðal annars til að senda Bretum njósnir um argentínska herinn í Falklandseyjastríðinu og hlusta á líbíska embættismenn stæra sig af sprengjutilræði á diskóteki í Berlín árið 1986. Njósnirnar beindust bæði að bandamönnum og andstæðingum Bandaríkjanna. Helstu fjandmenn Bandaríkjanna, Sovétríkin og Kína, notuðu þó aldrei tækni Crypto AG þar sem þeir tortryggðu fyrirtækið. Þýska leyniþjónustan hætti samstarfinu sem hún taldi of áhættusamt á 10. áratugnum. CIA keypti Þjóðverjana út og hélt áfram uppteknum hætti. Fyrirtækið var ekki selt fyrr en árið 2018. Forsvarsmenn tveggja fyrirtækja sem spruttu upp úr rekstrinum hafna því að þau séu handbendi leyniþjónustustofnana. Svissneskur dómari rannsakar starfsemina Reuters-fréttastofan segir að svissnesk stjórnvöld rannsaki nú ásakanirnar um Crypto AG. Hæstaréttardómari var fenginn til að leggjast yfir starfsemi fyrirtækisins eftir að stjórnvöldum fengu veður af eftirgrennslan fjölmiðlanna seint á síðasta ári. Svissneska varnarmálaráðuneytið segir aftur á móti að erfitt sé að leggja mat á aðgerðir Crypto AG þar sem þær nái allt aftur til ársins 1945. Dómarinn á að skila skýrslu um rannsókn sína fyrir lok júní. Búnaður Crypto er enn í notkun í vel á annan tug ríkja, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Sviss Þýskaland Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Svissneskt fyrirtæki sem var umsvifamikið í dulkóðunartækni um áratugaskeið og seldi þjónustu sína til ríkja um allan heim var í raun og veru í eigu bandarísku leyniþjónustunnar CIA og vesturþýsku leyniþjónustunnar sem notuðu búnaðinn til að njósna um viðskiptavinina. Rannsókn á málinu er hafin í Sviss. Bandaríska dagblaðið Washington Post og þýska ríkisútvarpið ZDF birtu í dag ítarlega umfjöllun um svissneska fyrirtækið Crypto AG sem byggir á gögnum frá CIA. Crypto AG skóp nafn sitt með því að smíða dulkóðunartæki fyrir Bandaríkjaher í síðari heimsstyrjöld og lagði markaðinn að fótum sér á eftirstríðsárunum. Fyrirtækið er sagt hafa rakað inn jafnvirði milljarða króna með því að selja búnað sinn til fleiri en 120 ríkja langt fram á þessa öld, þar á meðal til Írans, ýmissa herforingjastjórna í Rómönsku Ameríku, Indlands, Pakistans og Páfagarðs. Ekkert þessara ríkja gerði sér þó grein fyrir að Crypto AG væri raunverulega í eigu CIA sem átti í samstarfi við vesturþýsku leyniþjónustuna. Stofnanirnar komu því þannig fyrir að þær gátu hæglega lesið dulkóðuðu skilaboðin sem ríkin sendu með hjálp búnaðarins sem þau keyptu af Crypto. Ekki voru öll ríki grandalaus um raunverulegt eðli Crypto AG. Ísraelar, Svíar, Svisslendingar og Bretar eru sagðir hafa vitað af aðgerðum þess eða tekið við upplýsingum sem fengust með búnaði svissneska fyrirtækisins. The CIA — in partnership with West German intelligence — secretly owned a Swiss company, Crypto AG, that sold rigged encryption devices to 120 countries. https://t.co/PIJccWpkBK pic.twitter.com/PA1Q6syuCK— The Washington Post (@washingtonpost) February 11, 2020 Lýst sem „snilldarbragði aldarinnar“ Washington Post segir að CIA og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi stýrt nær allri starfsemi Crypto, þar á meðal mannaráðningum, hönnun á tækni og hvaða viðskiptavinum fyrirtækið ætti að falast eftir. „Þetta var leyniþjónustusnilldarbragð aldarinnar. Erlendar ríkisstjórnir greiddu fúlgur fjár til Bandaríkjanna og Vestur-Þýskalands fyrir þau forréttindi að leyfa að minnsta kosti tveimur (og mögulega allt að fimm eða sex) erlendum ríkjum að lesa leynilegustu samskipti þeirra,“ sagði í skýrslu CIA sem fjölmiðlarnir segjast hafa undir höndum. Dulkóðunartæknina notaði CIA meðal annars til að senda Bretum njósnir um argentínska herinn í Falklandseyjastríðinu og hlusta á líbíska embættismenn stæra sig af sprengjutilræði á diskóteki í Berlín árið 1986. Njósnirnar beindust bæði að bandamönnum og andstæðingum Bandaríkjanna. Helstu fjandmenn Bandaríkjanna, Sovétríkin og Kína, notuðu þó aldrei tækni Crypto AG þar sem þeir tortryggðu fyrirtækið. Þýska leyniþjónustan hætti samstarfinu sem hún taldi of áhættusamt á 10. áratugnum. CIA keypti Þjóðverjana út og hélt áfram uppteknum hætti. Fyrirtækið var ekki selt fyrr en árið 2018. Forsvarsmenn tveggja fyrirtækja sem spruttu upp úr rekstrinum hafna því að þau séu handbendi leyniþjónustustofnana. Svissneskur dómari rannsakar starfsemina Reuters-fréttastofan segir að svissnesk stjórnvöld rannsaki nú ásakanirnar um Crypto AG. Hæstaréttardómari var fenginn til að leggjast yfir starfsemi fyrirtækisins eftir að stjórnvöldum fengu veður af eftirgrennslan fjölmiðlanna seint á síðasta ári. Svissneska varnarmálaráðuneytið segir aftur á móti að erfitt sé að leggja mat á aðgerðir Crypto AG þar sem þær nái allt aftur til ársins 1945. Dómarinn á að skila skýrslu um rannsókn sína fyrir lok júní. Búnaður Crypto er enn í notkun í vel á annan tug ríkja, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Sviss Þýskaland Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira