Fótbolti

Dómari í ársbann fyrir að skalla leikmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ítalski dómarinn missti stjórn á skapi sínu.
Ítalski dómarinn missti stjórn á skapi sínu. vísir/getty

Ítalskur dómari hefur verið úrskurðaður í árs bann frá fótbolta eftir að hafa skallað leikmann.

Atvikið átti sér stað í leik Borgo Mogliano og Montottone í 8. deild á Ítalíu.

Dómarinn, Antonio Martiniello, rak markvörð Borgo Mogliano, Matteo Cicciolo, af velli í leiknum.

Eftir leikinn leitaði Cicciolo skýringa á rauða spjaldinu hjá Martiniello.

Dómarinn var ekki í skapi til að útskýra dóminn og endaði á því að skalla Ciccioli. Markvörðurinn var í kjölfarið fluttur á spítala.

Martiniello má ekki dæma næsta árið né mæta á fótboltaleiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.