Erlent

Skaut sig í dómsal í Moskvu

Samúel Karl Ólason skrifar
Sviridov hafði játað brot sín en hafði farið fram á að vera ekki sendur í fangelsi. Hann var þó dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar.
Sviridov hafði játað brot sín en hafði farið fram á að vera ekki sendur í fangelsi. Hann var þó dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. AP/Pavel Golovkin

Fyrrverandi embættismaður skaut sig til bana í dómsal í Moskvu, skömmu eftir að hann var dæmdur í fangelsi fyrir spillingu og fjárkúgun. Viktor Sviridov var háttsettur innan fangelsismálakerfis Rússlands og var hann meðal annars dæmdur fyrir að kúga aðstoðaryfirmann fangelsismálastofnunar Rússlands.

Nokkrum augnablikum eftir að Sviridov var sakfelldur og dómari sagði að hann skyldi færður í fangelsi, dró hann upp skammbyssu og skaut sig í höfuðið.

Samkvæmt frétt BBC er þegar búið að hefja rannsókn á því hvernig Svirirdov tókst að koma byssu í dómsal. Sviridov hafði verið í stofufangelsi fyrir réttarhöldin og var hann með fjórða stigs krabbamein.

Sviridov hafði játað brot sín en hafði farið fram á að vera ekki sendur í fangelsi. Hann var þó dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×