Enski boltinn

Ajax staðfestir að Ziyech fari til Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chelsea klófesti einn eftirsóttasta leikmann Evrópu.
Chelsea klófesti einn eftirsóttasta leikmann Evrópu. vísir/getty

Ajax hefur staðfest að Hakim Ziyech gangi til liðs við Chelsea eftir tímabilið.


Talið er að Chelsea borgi tæpar 38 milljónir punda fyrir hinn 26 ára Ziyech.

Marokkóinn hefur leikið með Ajax síðan 2016. Hann var í lykilhlutverki hjá Ajax þegar liðið vann tvöfalt á síðasta tímabili og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Ziyech er fæddur í Hollandi og hefur leikið þar alla tíð, fyrst Heerenveen, svo Twente og loks Ajax.

Hann hefur skorað átta mörk í 25 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Á því síðasta skoraði hann 21 mark í 49 leikjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.