Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 16:02 Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út á fjórum landsvæðum; Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturland Veðurstofan Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. Áður hafði verið gefin út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið, auk þess sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir land allt. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í óveðursvaktinni hér neðst í fréttinni. Almannavarnir funduðu á fjórða tímanum og tóku ákvörðun um að setja á rauðar viðvaranir á fjórum landsvæðum; Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Áfram er gert ráð fyrir að það hvessi smám saman í kvöld og nótt, fyrst á Suðurlandi. Veðrið verði orðið einna verst í fyrramálið og gangi ekki niður að fullu fyrr en á laugardag. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni. Fyrsta rauða viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofan útskýrir rauðar viðvaranir með eftirfarandi hætti: Miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfélagsleg áhrif, eða slíkt veður er yfirstandandi. Einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum er spáð. Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar, veðrið ógnar lífi og limum. Viðbúið að samgöngur lokist og aðgengi að innviðum/þjónustu skerðist. Aðeins einu sinni áður hefur verið talin þörf á að virkja rauða viðvörun. Það var gert í aftakaveðrinu í byrjun desember á Norðurlandi og Ströndum. Þá urðu víðtækar og lamandi skemmdir á margvíslegum samfélagslegum innviðum, eins og dreifikerfi rafmagns. Nú þegar er búið að vara við verulegum samgöngutruflunum víða um land; flug fellt niður, almenningssamgöngur raskast og akstur um vegi takmarkaður. Til að mynda er gert ráð fyrir að öllum helstu umferðaræðum í kringum höfuðborgina verði lokað strax í nótt og að lokanir vari fram á miðjan dag. Veðrið mun hafa áhrif á samgöngur í öllum landshlutum og má sjá lista yfir væntar vegalokanir með því að smella hér. Fréttin verður uppfærð
Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. Áður hafði verið gefin út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið, auk þess sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir land allt. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í óveðursvaktinni hér neðst í fréttinni. Almannavarnir funduðu á fjórða tímanum og tóku ákvörðun um að setja á rauðar viðvaranir á fjórum landsvæðum; Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Áfram er gert ráð fyrir að það hvessi smám saman í kvöld og nótt, fyrst á Suðurlandi. Veðrið verði orðið einna verst í fyrramálið og gangi ekki niður að fullu fyrr en á laugardag. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni. Fyrsta rauða viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofan útskýrir rauðar viðvaranir með eftirfarandi hætti: Miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfélagsleg áhrif, eða slíkt veður er yfirstandandi. Einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum er spáð. Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar, veðrið ógnar lífi og limum. Viðbúið að samgöngur lokist og aðgengi að innviðum/þjónustu skerðist. Aðeins einu sinni áður hefur verið talin þörf á að virkja rauða viðvörun. Það var gert í aftakaveðrinu í byrjun desember á Norðurlandi og Ströndum. Þá urðu víðtækar og lamandi skemmdir á margvíslegum samfélagslegum innviðum, eins og dreifikerfi rafmagns. Nú þegar er búið að vara við verulegum samgöngutruflunum víða um land; flug fellt niður, almenningssamgöngur raskast og akstur um vegi takmarkaður. Til að mynda er gert ráð fyrir að öllum helstu umferðaræðum í kringum höfuðborgina verði lokað strax í nótt og að lokanir vari fram á miðjan dag. Veðrið mun hafa áhrif á samgöngur í öllum landshlutum og má sjá lista yfir væntar vegalokanir með því að smella hér. Fréttin verður uppfærð
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira