Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 16:02 Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út á fjórum landsvæðum; Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturland Veðurstofan Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. Áður hafði verið gefin út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið, auk þess sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir land allt. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í óveðursvaktinni hér neðst í fréttinni. Almannavarnir funduðu á fjórða tímanum og tóku ákvörðun um að setja á rauðar viðvaranir á fjórum landsvæðum; Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Áfram er gert ráð fyrir að það hvessi smám saman í kvöld og nótt, fyrst á Suðurlandi. Veðrið verði orðið einna verst í fyrramálið og gangi ekki niður að fullu fyrr en á laugardag. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni. Fyrsta rauða viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofan útskýrir rauðar viðvaranir með eftirfarandi hætti: Miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfélagsleg áhrif, eða slíkt veður er yfirstandandi. Einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum er spáð. Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar, veðrið ógnar lífi og limum. Viðbúið að samgöngur lokist og aðgengi að innviðum/þjónustu skerðist. Aðeins einu sinni áður hefur verið talin þörf á að virkja rauða viðvörun. Það var gert í aftakaveðrinu í byrjun desember á Norðurlandi og Ströndum. Þá urðu víðtækar og lamandi skemmdir á margvíslegum samfélagslegum innviðum, eins og dreifikerfi rafmagns. Nú þegar er búið að vara við verulegum samgöngutruflunum víða um land; flug fellt niður, almenningssamgöngur raskast og akstur um vegi takmarkaður. Til að mynda er gert ráð fyrir að öllum helstu umferðaræðum í kringum höfuðborgina verði lokað strax í nótt og að lokanir vari fram á miðjan dag. Veðrið mun hafa áhrif á samgöngur í öllum landshlutum og má sjá lista yfir væntar vegalokanir með því að smella hér. Fréttin verður uppfærð
Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. Áður hafði verið gefin út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið, auk þess sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir land allt. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í óveðursvaktinni hér neðst í fréttinni. Almannavarnir funduðu á fjórða tímanum og tóku ákvörðun um að setja á rauðar viðvaranir á fjórum landsvæðum; Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Áfram er gert ráð fyrir að það hvessi smám saman í kvöld og nótt, fyrst á Suðurlandi. Veðrið verði orðið einna verst í fyrramálið og gangi ekki niður að fullu fyrr en á laugardag. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni. Fyrsta rauða viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofan útskýrir rauðar viðvaranir með eftirfarandi hætti: Miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfélagsleg áhrif, eða slíkt veður er yfirstandandi. Einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum er spáð. Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar, veðrið ógnar lífi og limum. Viðbúið að samgöngur lokist og aðgengi að innviðum/þjónustu skerðist. Aðeins einu sinni áður hefur verið talin þörf á að virkja rauða viðvörun. Það var gert í aftakaveðrinu í byrjun desember á Norðurlandi og Ströndum. Þá urðu víðtækar og lamandi skemmdir á margvíslegum samfélagslegum innviðum, eins og dreifikerfi rafmagns. Nú þegar er búið að vara við verulegum samgöngutruflunum víða um land; flug fellt niður, almenningssamgöngur raskast og akstur um vegi takmarkaður. Til að mynda er gert ráð fyrir að öllum helstu umferðaræðum í kringum höfuðborgina verði lokað strax í nótt og að lokanir vari fram á miðjan dag. Veðrið mun hafa áhrif á samgöngur í öllum landshlutum og má sjá lista yfir væntar vegalokanir með því að smella hér. Fréttin verður uppfærð
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira