Óvissustigi almannavarna fyrir allt landið lýst yfir vegna sprengilægðarinnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. febrúar 2020 12:00 Skjáskot af vefnum Windy.com. Staðan á læginni klukkan 7 í fyrramálið. Skjáskot/windy.com Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna óveðursins á morgun. Aftakaveðri er spáð og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir allt landið. Vegagerðin hefur einnig lýst yfir óvissustigi og ráðgerir víðtækar lokanir á vegum strax klukkan eitt í nótt þegar djúp lægð gengur inn á landið. Þá verða almenningssamgöngur felldar niður og viðbúið er að truflanir verði í raforkukerfinu. Veðurfræðingur segir varhugavert að vera á ferðinni á meðan óveðrið gengur yfir. Veðurstofa Íslands hefur sett appelsínugula viðvörun á allt landið sem tekur fyrst gildi fljótlega eftir miðnætti syðst á landinu. En klukkan níu í fyrramálið nær viðvörunin yfir allt landið. Gera má ráð fyrir að vegum verði lokað, almenningssamgöngur felldar niður og þá hefur neyðarstjórn Landsnets lýst yfir óvissustigi vegna óveðursins en þar hafa allar viðbragðsáætlanir verið virkjaðar þar sem hætta er á margháttuðum truflunum í raforkukerfinu vegna aftaka vinds. Veðurspáin mun ganga eftir í öllum megin atriðum „Ef eitthvað þá er lægðin aðeins fyrr á ferðinni og þar með veðrið. Það hvessir strax í kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Ekki er gert ráð fyrir mikilli úrkomu suðvestan- og vestan til á landinu en á suðaustur- og austurlandi má gera ráð fyrir hríðarveðri. Einar segir að fyrst og fremst sé það veðurhæðin sem menn þurfi að hafa áhyggjur af. „Í sjálfu sér þarf bara hver og einn að meta það í fyrramálið sem ætlar af stað hvort það sé ferðaveður eða ekki eða óhætt að fara út yfir höfuð,“ segir Einar. Í samanburði við aðrar lægðir sem hafa gengið inn á landið á síðustu vikur segir Einar að það sem einkenni lægðina nú sé vindáttin sem kemur að austan. „Þegar það er svona austanátt þá verður hvað hvassast allra syðst á landinu. Í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum og ýmis dæmi um tjón í viðlíka veðri hér á undanförnum áratugum. Það er einkum horft til veðurs sem var hér snemma á aðventunni 2015. Þá varð mikið tjón og miklar truflanir á raforkukerfinu jafnframt,“ segir Einar. Almannavarnir funda með Veðurstofunni í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundar með Veðurstofu Íslands eftir hádegi í dag þar sem metið verður hvort til að mynda skólahald verði felld niður en nú þegar hefur Vegagerðin ráðgert að loka vegum á meðan óveðrið gengur yfir. Þá fylgist snjóflóðavakt vel með snjóalögum á fjöllum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Þá má gera ráð fyrir mjög vondu veðri á ákveðnum stöðum í höfuðborginni. „Það verður mun verra í efri byggðum og þar skefur líka og á Reykjanesbrautinni að þar fá menn vindinn bara beint framan á sig og eins á þéttbýlisstöðunum á Suðurnesjum og þar gæti veri mjög varasamt að vera á ferðinni,“ segir Einar. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í dag kom fram að ákvörðunin um að lýsa yfir óvissustigi fyrir allt landið hafi verið tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins í samræmi við veðurspá. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af sem geti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu almannavarnadeildar. Almannavarnir Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna óveðursins á morgun. Aftakaveðri er spáð og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir allt landið. Vegagerðin hefur einnig lýst yfir óvissustigi og ráðgerir víðtækar lokanir á vegum strax klukkan eitt í nótt þegar djúp lægð gengur inn á landið. Þá verða almenningssamgöngur felldar niður og viðbúið er að truflanir verði í raforkukerfinu. Veðurfræðingur segir varhugavert að vera á ferðinni á meðan óveðrið gengur yfir. Veðurstofa Íslands hefur sett appelsínugula viðvörun á allt landið sem tekur fyrst gildi fljótlega eftir miðnætti syðst á landinu. En klukkan níu í fyrramálið nær viðvörunin yfir allt landið. Gera má ráð fyrir að vegum verði lokað, almenningssamgöngur felldar niður og þá hefur neyðarstjórn Landsnets lýst yfir óvissustigi vegna óveðursins en þar hafa allar viðbragðsáætlanir verið virkjaðar þar sem hætta er á margháttuðum truflunum í raforkukerfinu vegna aftaka vinds. Veðurspáin mun ganga eftir í öllum megin atriðum „Ef eitthvað þá er lægðin aðeins fyrr á ferðinni og þar með veðrið. Það hvessir strax í kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Ekki er gert ráð fyrir mikilli úrkomu suðvestan- og vestan til á landinu en á suðaustur- og austurlandi má gera ráð fyrir hríðarveðri. Einar segir að fyrst og fremst sé það veðurhæðin sem menn þurfi að hafa áhyggjur af. „Í sjálfu sér þarf bara hver og einn að meta það í fyrramálið sem ætlar af stað hvort það sé ferðaveður eða ekki eða óhætt að fara út yfir höfuð,“ segir Einar. Í samanburði við aðrar lægðir sem hafa gengið inn á landið á síðustu vikur segir Einar að það sem einkenni lægðina nú sé vindáttin sem kemur að austan. „Þegar það er svona austanátt þá verður hvað hvassast allra syðst á landinu. Í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum og ýmis dæmi um tjón í viðlíka veðri hér á undanförnum áratugum. Það er einkum horft til veðurs sem var hér snemma á aðventunni 2015. Þá varð mikið tjón og miklar truflanir á raforkukerfinu jafnframt,“ segir Einar. Almannavarnir funda með Veðurstofunni í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundar með Veðurstofu Íslands eftir hádegi í dag þar sem metið verður hvort til að mynda skólahald verði felld niður en nú þegar hefur Vegagerðin ráðgert að loka vegum á meðan óveðrið gengur yfir. Þá fylgist snjóflóðavakt vel með snjóalögum á fjöllum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Þá má gera ráð fyrir mjög vondu veðri á ákveðnum stöðum í höfuðborginni. „Það verður mun verra í efri byggðum og þar skefur líka og á Reykjanesbrautinni að þar fá menn vindinn bara beint framan á sig og eins á þéttbýlisstöðunum á Suðurnesjum og þar gæti veri mjög varasamt að vera á ferðinni,“ segir Einar. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í dag kom fram að ákvörðunin um að lýsa yfir óvissustigi fyrir allt landið hafi verið tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins í samræmi við veðurspá. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af sem geti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu almannavarnadeildar.
Almannavarnir Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira