62 m/s á Kjalarnesi Jóhann K. Jóhannsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 14. febrúar 2020 06:17 Fjöldi er samankominn við aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/jkj Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir að „aftakaveður“ gangi inn á höfuðborgarsvæðið núna klukkan 7, þegar rauð viðvörun tekur gildi. Búist er við því að veðrið verði verst í efri byggðum; eins og í Grafarvogi, Breiðholti, Kópavogi og Kjalarnesi. Á síðastnefnda svæðinu hafa hviður farið yfir 60 m/s. Ágúst Svansson, sem stýrir aðgerðastjórn fyrir höfuðborgarsvæðið, segir að slökkvilið, lögreglu og björgunarsveitir séu í viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu og séu þegar farin að bregðast við útköllum. Til að mynda séu verkefnin „einna helst að hlaðast upp á Kjalarnesi.“ Vindhviður hafa farið yfir 60 m/s á Kjalarnesi.vefsjá vegagerðarinnar Þar er bálhvasst sem stendur, að jafnaði á bilinu 20-30 m/s og hafa hviður mælst allt að 62 m/s. Útköllin á Kjalarnesi tengist því hvers kyns foktjóni; brotnar rúður, fjúkandi kerrur o.sfrv. Útköll hafi tekið að berast um klukkan 4 í nótt og slumpar Ágúst á að þau hafi verið um tíu talsins síðan þá. Til að mynda brást slökkviliðið við tveimur útköllum sem bæði tengdust rúðum. Þá slóst gluggi til í Grafarholti og á fjórða tímanum barst tilkynning um að rúða hefði sprungið í risíbúð í Vesturbænum. Upp úr klukkan fjögur fengu svo björgunarsveitir tilkynningu um að þakplötur væru farnar að losna af íbúðarhúsi í Grafarvogi. Ágúst beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurviðvörunum og öðrum tilkynningum - „og ekki vera að fara út í neina vitleysu,“ eins og hann orðar það. Hann minnir jafnframt á að búið sé að loka öllum helstu umferðaræðum til og frá borginni. Hér að neðan má sjá lista yfir allar helstu lokanir. Björgunarsveitarfólk stendur vaktina á lokunarpóstum og hvetur Ágúst fólk til að fara að tilmælum þeirra. Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Veður Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir að „aftakaveður“ gangi inn á höfuðborgarsvæðið núna klukkan 7, þegar rauð viðvörun tekur gildi. Búist er við því að veðrið verði verst í efri byggðum; eins og í Grafarvogi, Breiðholti, Kópavogi og Kjalarnesi. Á síðastnefnda svæðinu hafa hviður farið yfir 60 m/s. Ágúst Svansson, sem stýrir aðgerðastjórn fyrir höfuðborgarsvæðið, segir að slökkvilið, lögreglu og björgunarsveitir séu í viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu og séu þegar farin að bregðast við útköllum. Til að mynda séu verkefnin „einna helst að hlaðast upp á Kjalarnesi.“ Vindhviður hafa farið yfir 60 m/s á Kjalarnesi.vefsjá vegagerðarinnar Þar er bálhvasst sem stendur, að jafnaði á bilinu 20-30 m/s og hafa hviður mælst allt að 62 m/s. Útköllin á Kjalarnesi tengist því hvers kyns foktjóni; brotnar rúður, fjúkandi kerrur o.sfrv. Útköll hafi tekið að berast um klukkan 4 í nótt og slumpar Ágúst á að þau hafi verið um tíu talsins síðan þá. Til að mynda brást slökkviliðið við tveimur útköllum sem bæði tengdust rúðum. Þá slóst gluggi til í Grafarholti og á fjórða tímanum barst tilkynning um að rúða hefði sprungið í risíbúð í Vesturbænum. Upp úr klukkan fjögur fengu svo björgunarsveitir tilkynningu um að þakplötur væru farnar að losna af íbúðarhúsi í Grafarvogi. Ágúst beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurviðvörunum og öðrum tilkynningum - „og ekki vera að fara út í neina vitleysu,“ eins og hann orðar það. Hann minnir jafnframt á að búið sé að loka öllum helstu umferðaræðum til og frá borginni. Hér að neðan má sjá lista yfir allar helstu lokanir. Björgunarsveitarfólk stendur vaktina á lokunarpóstum og hvetur Ágúst fólk til að fara að tilmælum þeirra.
Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Veður Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira