Bjóða Gullstráknum sömu ofurlaun og Messi og Ronaldo fá til að loka á Liverpool og Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 10:30 Kylian Mbappe fagnar einu af mörgu mörkum sínum fyrir Paris Saint Germain. Getty/Aurelien Meunier Kylian Mbappe verður boðinn alvöru launahækkun hjá franska félaginu Paris Saint-Germain nú þegar franski framherjinn er orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool. Spænska blaðið AS hefur heimildir fyrir því forráðamenn Paris Saint-Germain séu að bjóðast til að færa Kylian Mbappe upp í sama launaflokk og geymir þá Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Kylian Mbappe er þegar búinn að hafna tveimur tilboðum þegar frá PSG og það hefur verið skrifað mikið um möguleikana á því að hann fari til Real Madrid eða Liverpool. Franska félagið er tilbúið að ganga langt til að halda Gullstráknum eða „Golden Boy“ svo gott tilboð að það er eiginlega ekki hægt að segja nei. Talk of #Mbappe2020 at Liverpool will be off the table for good if this wage offer from PSG is correct! https://t.co/yzBYVARWvH— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 14, 2020 Það gæti hins vegar verið erfitt fyrir þennan 21 árs gamla strák að hafna nýjasta tilboðinu ekki síst þar sem það er nær útilokað að Liverpool eða Real Madrid geti borgað honum sömu laun. Nýjasta tilboð Paris Saint-Germain er sagt vera um 50 milljónir evra á tímabil sem eru um 6,9 milljarðar króna. Núverandi samningur Kylian Mbappe og PSG er til ársins 2022 og hann fær samkvæmt honum 20,7 milljónir evra á ári fyrir skatt eða tæpir 2,9 milljarðar. Real Madrid hefur verið orðað við Kylian Mbappe í langan tíma en nú upp á síðkastið hefur nafn hans verið orðað meira við Evrópu- og heimsmeistara Liverpool. Það er eitt að geta keypt hann á metfé en það er annað að borga honum sömu ofurlaun og PSG er nú að bjóða. As’s Cover | “The Golden Boy: Madrid are confident Mbappé will not give in to PSG’s renovation offer and will tempt him with an irresistable contract in 2021.” pic.twitter.com/KnPaFQF9RX— Real Madrid Info (@RMadridInfo) February 13, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hitti fjölskyldumeðlimi Mbappe fyrir tveimur árum þegar hann var að reyna að fá strákinn til að koma til Liverpool en framherjinn frábæri fór þá til Paris Saint Germain. Síðast þegar Klopp talaði um Mbappe þá taldi hann það vera ómögulegt fyrir Liverpool að kaupa leikmanninn. „Það er mjög erfitt að kaupa leikmann í þessum gæðaflokki. Ég sé bara ekki félag sem hefur burði til að kaupa Kylian Mbappe frá PSG. Hvað varðar íþróttalegar ástæður þá eru þær ekki margar að kaupa hann ekki. Þetta snýst bara um peninga. Þetta er ekki einasti möguleiki. Fyrirgefið mér að drepa þessa frétt,“ sagði Jürgen Klopp. Kylian Mbappe hefur þegar skorað í úrslitaleik HM og fagnað heimsmeistaratitli með Frökkum. Hann hefur skorað 13 mörk í 34 landsleikjum þar á meðal tvö mörk á móti Íslandi. Þetta er hann þriðja tímabil með PSG og hann hefur skorað 84 mörk í 115 leikjum með félaginu. Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira
Kylian Mbappe verður boðinn alvöru launahækkun hjá franska félaginu Paris Saint-Germain nú þegar franski framherjinn er orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool. Spænska blaðið AS hefur heimildir fyrir því forráðamenn Paris Saint-Germain séu að bjóðast til að færa Kylian Mbappe upp í sama launaflokk og geymir þá Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Kylian Mbappe er þegar búinn að hafna tveimur tilboðum þegar frá PSG og það hefur verið skrifað mikið um möguleikana á því að hann fari til Real Madrid eða Liverpool. Franska félagið er tilbúið að ganga langt til að halda Gullstráknum eða „Golden Boy“ svo gott tilboð að það er eiginlega ekki hægt að segja nei. Talk of #Mbappe2020 at Liverpool will be off the table for good if this wage offer from PSG is correct! https://t.co/yzBYVARWvH— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 14, 2020 Það gæti hins vegar verið erfitt fyrir þennan 21 árs gamla strák að hafna nýjasta tilboðinu ekki síst þar sem það er nær útilokað að Liverpool eða Real Madrid geti borgað honum sömu laun. Nýjasta tilboð Paris Saint-Germain er sagt vera um 50 milljónir evra á tímabil sem eru um 6,9 milljarðar króna. Núverandi samningur Kylian Mbappe og PSG er til ársins 2022 og hann fær samkvæmt honum 20,7 milljónir evra á ári fyrir skatt eða tæpir 2,9 milljarðar. Real Madrid hefur verið orðað við Kylian Mbappe í langan tíma en nú upp á síðkastið hefur nafn hans verið orðað meira við Evrópu- og heimsmeistara Liverpool. Það er eitt að geta keypt hann á metfé en það er annað að borga honum sömu ofurlaun og PSG er nú að bjóða. As’s Cover | “The Golden Boy: Madrid are confident Mbappé will not give in to PSG’s renovation offer and will tempt him with an irresistable contract in 2021.” pic.twitter.com/KnPaFQF9RX— Real Madrid Info (@RMadridInfo) February 13, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hitti fjölskyldumeðlimi Mbappe fyrir tveimur árum þegar hann var að reyna að fá strákinn til að koma til Liverpool en framherjinn frábæri fór þá til Paris Saint Germain. Síðast þegar Klopp talaði um Mbappe þá taldi hann það vera ómögulegt fyrir Liverpool að kaupa leikmanninn. „Það er mjög erfitt að kaupa leikmann í þessum gæðaflokki. Ég sé bara ekki félag sem hefur burði til að kaupa Kylian Mbappe frá PSG. Hvað varðar íþróttalegar ástæður þá eru þær ekki margar að kaupa hann ekki. Þetta snýst bara um peninga. Þetta er ekki einasti möguleiki. Fyrirgefið mér að drepa þessa frétt,“ sagði Jürgen Klopp. Kylian Mbappe hefur þegar skorað í úrslitaleik HM og fagnað heimsmeistaratitli með Frökkum. Hann hefur skorað 13 mörk í 34 landsleikjum þar á meðal tvö mörk á móti Íslandi. Þetta er hann þriðja tímabil með PSG og hann hefur skorað 84 mörk í 115 leikjum með félaginu.
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira