Innlent

Fjúkandi ferðamenn við Hörpu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bálhvasst er á Suðvesturhorninu og Suðurlandi.
Bálhvasst er á Suðvesturhorninu og Suðurlandi. Vísir/Vilhelm

Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, hefur verið á ferðinni í höfuðborginni í morgun og fylgst með veðurofsanum. Einn ferðamaður reyndi að komast leiðar sínar við Hörpu en lenti í miklum vandræðum eins og sjá má á myndunum að neðan.

Hún var fljót á fætur eftir baráttuna við vindinn og afþakkaði aðstoð við að komast aftur inn í Hörpu.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa margir hverjir haldið sig heima í morgun og þannig farið eftir tilmælum frá almannavörnum vegna rauðrar viðvörunar. Minnti Reykjavík á draugaborg í morgun en einhverjir ferðamenn ætluðu að kynnast Íslandi í veðurham.

Ferðamenn í basli fyrir utan Hörpu.Vísir/Vilhelm
Vindurinn byrjaður að taka í.Vísir/Vilhelm
Erfitt var að fóta sig í vindinum og í bakgrunni má sjá ferðamann halda í húfu sína.Vísir/Vilhelm
Konan féll til jarðar en líklegt er að hún hafi ákveðið að það væri besta leiðin til að koma í veg fyrir að fjúka frekar.Vísir/Vilhelm
Konan var ekki lengi á jörðinni. Stóð á fætur og afþakkaði aðstoð á leið sinni í skjól í Hörpu.Vísir/Vilhelm
Hópur ferðamanna skoðaði Sólfarið við Sæbraut í morgun.Vísir/BirgirOFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.