Fótbolti

Hilmar Árni heitur í sigri Stjörnunnar | FH vann Þrótt

Sindri Sverrisson skrifar
Hilmar Árni Halldórsson var í stuði í kvöld.
Hilmar Árni Halldórsson var í stuði í kvöld. vísir/bára

Hilmar Árni Halldórsson skoraði bæði mörk leiksins þegar Stjarnan vann Fjölni í Lengjubikarnum í fótbolta í kvöld. FH vann Þrótt R., 3-1.

Mörkin úr leik Stjörnunnar og Fjölnis, sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport, má sjá hér að neðan. Hilmar Árni skoraði beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik í Egilshöll í kvöld og bætti svo við öðru marki snemma í seinni hálfleik eftir sendingu Emils Atlasonar. Þetta var fyrsti leikurinn í 4. riðli A-deildar en þar mætast Valur og Vestri á sunnudag, sem og ÍBV og Víkingur Ólafsvík.

Klippa: Hilmar með tvö gegn Fjölni


FH er með sex stig eftir fyrstu leiki sína í 3. riðli en liðinu var dæmdur 3-0 sigur gegn HK í fyrsta leik þar sem HK notaði ólöglegan leikmann. Í kvöld komst FH í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Morten Beck Andersen og Jónatani Inga Jónssyni. Lárus Björnsson minnkaði muninn fyrir Þrótt á 61. mínútu en Þórir Jóhann Helgason svaraði strax fyrir FH. Í þessum riðli mætast næst HK og Grindavík á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.