Fótbolti

Atalanta hafði betur í baráttunni um Meistaradeildarsæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/Getty

Atalanta vann 2-1 sigur á Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Nú eru því sex stig á milli liðanna tveggja en Atalanta er í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, því síðasta sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.

Það voru hins vegar gestirnir frá Róm sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Það kom undir blálok fyrri hálfleiks en ljóst var að leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið og ekki mikið af færum. Rétt áður en flautað var til hálfleiks kom Edin Dzeko knettinum í netið og gestirnir leiddu því 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja.

Það tók heimamenn hins vegar aðeins fimm mínútur til að jafna metin í síðari hálfleik. Þar var að verki Jose Luis Palomino og aðeins níu mínútum síðar hafði Mario Pasalic komið Atalanta í 2-1. 

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-1 fyrir Atalanta sem er nú með 45 stig í 4. sæti deildarinnar á meðan Roma er sæti neðar með 39 stig.

Hin topplið deildarinnar leika svo á morgun, allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×