Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 08:00 Kevin De Bruyne í leik með Manchester City á móti Liverpool. Getty/Alex Dodd Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. Manchester City ætlar að áfrýja til Alþjóða íþróttadómstólsins og félagið hótar áralöngum lögfræðideilum við UEFA en nú bíða menn og sjá hvað verður um alla heimsklassa leikmennina hjá liðinu. Sætta þeir sig við að spila hjá félaginu við þessar erfiðu kringumstæður eða vilja þeir leita annað. GiveMeSport tók saman athyglisverðan lista þar sem menn þar á bæ velta því fyrir sér hvert leikmenn Manchester City ættu að fara ef það verður brunaútsala í sumar. Ensku blöðin eru á fullu að fjalla um Manchester City og Meistaradeildarbannið og mörg eru að skoða mögulegar og alvarlegar afleiðingar þess að fá ekki að keppa í Meistaradeildinni aftur fyrr en haustið 2022. Daily Mail telur það vera klárt ef þessi harði dómur standi að Manchester City þurfi að selja margar af sínum stærstu stjörnum fyrir utan að missa væntanlega knattspyrnustjórann Pep Guardiola til Juventus. Jú það gæti hreinlega orðið brunaútsala á Ethiad í sumar en hvar er besti staðurinn fyrir viðkomandi leikmenn. Raheem Sterling to become a Galactico? Ederson to replace Kepa at Chelsea? Kevin De Bruyne to sign for Liverpool? If City need to generate cash, some of these moves might end up happening https://t.co/mLia0Ylnnx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 16, 2020 Tvær af stjörnunum ættu best heima hjá Real Madrid eða þeir Raheem Sterling og Aymeric Laporte en þeir Sergio Aguero, Rodrigo og Joao Cancelo myndu allir sóma sér vel hjá Atletico Madrid. Nokkrir ættu að fara til liða í ensku úrvalsdeildinni og þá vekur vissulega mesta athygli að sjá Kevin De Bruyne fara til Liverpool. De Bruyne var víst stuðningsmaður Liverpool liðsins í æsku. Tottenham gæti nýtt sér bakverðina Kyle Walker og Benjamin Mendy og franska stórliðið Paris Saint Germain hefði örugglega áhuga á að fá til sín leikmenn eins og þá Bernardo Silva og Riyad Mahrez. Markvörðurinn Ederson væru góður kostur fyrir Chelsea og þá ætti Phil Foden að geta komið sterkur inn á miðjuna hjá Manchester United. Fernandinho væri líka einmitt maðurinn sem Arsenal vantar í sitt lið.Hér fyrir neðan má sjá bestu staðina fyrir leikmenn Man. City samkvæmt samantektinni: Kyle Walker: Tottenham Raheem Sterling: Real Madrid Ilkay Gundogan: Borussia Dortmund Gabriel Jesus: Juventus Sergio Aguero: Atletico Madrid Oleksandr Zinchenko: Wolves Aymeric Laporte: Real Madrid Rodrigo: Atletico Madrid Kevin De Bruyne: Liverpool Leroy Sane: Bayern Munich Bernardo Silva: PSG David Silva: Inter Miami Benjamin Mendy: Tottenham Fernandinho: Arsenal Riyad Mahrez: PSG Joao Cancelo: Atletico Madrid Nicolas Otamendi: River Plate Ederson: Chelsea Phil Foden: Man Utd Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. Manchester City ætlar að áfrýja til Alþjóða íþróttadómstólsins og félagið hótar áralöngum lögfræðideilum við UEFA en nú bíða menn og sjá hvað verður um alla heimsklassa leikmennina hjá liðinu. Sætta þeir sig við að spila hjá félaginu við þessar erfiðu kringumstæður eða vilja þeir leita annað. GiveMeSport tók saman athyglisverðan lista þar sem menn þar á bæ velta því fyrir sér hvert leikmenn Manchester City ættu að fara ef það verður brunaútsala í sumar. Ensku blöðin eru á fullu að fjalla um Manchester City og Meistaradeildarbannið og mörg eru að skoða mögulegar og alvarlegar afleiðingar þess að fá ekki að keppa í Meistaradeildinni aftur fyrr en haustið 2022. Daily Mail telur það vera klárt ef þessi harði dómur standi að Manchester City þurfi að selja margar af sínum stærstu stjörnum fyrir utan að missa væntanlega knattspyrnustjórann Pep Guardiola til Juventus. Jú það gæti hreinlega orðið brunaútsala á Ethiad í sumar en hvar er besti staðurinn fyrir viðkomandi leikmenn. Raheem Sterling to become a Galactico? Ederson to replace Kepa at Chelsea? Kevin De Bruyne to sign for Liverpool? If City need to generate cash, some of these moves might end up happening https://t.co/mLia0Ylnnx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 16, 2020 Tvær af stjörnunum ættu best heima hjá Real Madrid eða þeir Raheem Sterling og Aymeric Laporte en þeir Sergio Aguero, Rodrigo og Joao Cancelo myndu allir sóma sér vel hjá Atletico Madrid. Nokkrir ættu að fara til liða í ensku úrvalsdeildinni og þá vekur vissulega mesta athygli að sjá Kevin De Bruyne fara til Liverpool. De Bruyne var víst stuðningsmaður Liverpool liðsins í æsku. Tottenham gæti nýtt sér bakverðina Kyle Walker og Benjamin Mendy og franska stórliðið Paris Saint Germain hefði örugglega áhuga á að fá til sín leikmenn eins og þá Bernardo Silva og Riyad Mahrez. Markvörðurinn Ederson væru góður kostur fyrir Chelsea og þá ætti Phil Foden að geta komið sterkur inn á miðjuna hjá Manchester United. Fernandinho væri líka einmitt maðurinn sem Arsenal vantar í sitt lið.Hér fyrir neðan má sjá bestu staðina fyrir leikmenn Man. City samkvæmt samantektinni: Kyle Walker: Tottenham Raheem Sterling: Real Madrid Ilkay Gundogan: Borussia Dortmund Gabriel Jesus: Juventus Sergio Aguero: Atletico Madrid Oleksandr Zinchenko: Wolves Aymeric Laporte: Real Madrid Rodrigo: Atletico Madrid Kevin De Bruyne: Liverpool Leroy Sane: Bayern Munich Bernardo Silva: PSG David Silva: Inter Miami Benjamin Mendy: Tottenham Fernandinho: Arsenal Riyad Mahrez: PSG Joao Cancelo: Atletico Madrid Nicolas Otamendi: River Plate Ederson: Chelsea Phil Foden: Man Utd
Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira