Solskjær segir að það verði erfitt fyrir Pogba að koma sér aftur í form Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 10:00 Paul Pogba og Ole Gunnar Solskjær. Getty/Robbie Jay Barratt Það er ekki mjög líklegt að Paul Pogba muni spila eitthvað hlutverk á lokakafla tímabilsins ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnar Solskjær á síðasta blaðamannafundi United. Solskjær sagði þar að hann hafi áhyggjur af því að Paul Pogba eigi eftir að eiga í erfiðleikum með að koma sér aftur í almennilegt form. Paul Pogba hefur verið meira eða minna meiddur allt tímabilið og er aðeins búinn að spila samtals átta leiki á leiktíðinni. Hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli og endaði á því að fara í aðgerð. Hinn 26 ára gamli Pogba meiddist í september og hefur síðan aðeins náð að spila tvo leiki með Manchester United. Hann er ennþá bara á hlaupabretti og það er því enn langt í það að hann komi aftur inn á völlinn. „Paul veit að hann þarf að leggja mikið á sig til að komast aftur í sitt besta form. Hann hefur verið frá í svo langan tíma að það verður mjög krefjandi fyrir hann að komast aftur í form,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Paul Pogba's season has been wrecked by two ankle injuries that have restricted him to just eight games for Manchester United. Manager Ole Gunnar Solskjaer says he now faces a challenge just to get fit again. More https://t.co/TtemwrGKqn#manutd#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/tiVctPiPrl— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 Norski knattspyrnustjórinn vék sér eiginlega undan að svara því hvort að Paul Pogba ætti eftir að spila aftur fyrir Manchester United en allt bendir til þess að franski miðjumaðurinn verði seldur í sumar. „Ég vildi geta sagt að hann spili aftur fyrir okkur um leið og hann kemst í form. Um leið og hann er kominn í form þá er hann nógu góður til að spila með liðinu. Ég er viss um að Paul sé líka ólmur í að spila fyrir okkur aftur,“ sagði Solskjær. Solskjær staðfesti það líka að Paul Pogba hafi fengið leyfi til að vera í endurhæfingu í burtu frá Mancheter United liðinu. Hann æfir því annars staðar en aðrir leikmenn liðsins. „Ég þarf ekki að réttlæta allar ákvarðanir. Paul er ennþá í endurhæfingu. Hann hefur tekið af sér gifsið og er byrjaður að hlaupa á hlaupabretti. Hann er að nálgast. Þetta hefur verið langur tími. Vonandi sjáum við hann sem fyrst,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira
Það er ekki mjög líklegt að Paul Pogba muni spila eitthvað hlutverk á lokakafla tímabilsins ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnar Solskjær á síðasta blaðamannafundi United. Solskjær sagði þar að hann hafi áhyggjur af því að Paul Pogba eigi eftir að eiga í erfiðleikum með að koma sér aftur í almennilegt form. Paul Pogba hefur verið meira eða minna meiddur allt tímabilið og er aðeins búinn að spila samtals átta leiki á leiktíðinni. Hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli og endaði á því að fara í aðgerð. Hinn 26 ára gamli Pogba meiddist í september og hefur síðan aðeins náð að spila tvo leiki með Manchester United. Hann er ennþá bara á hlaupabretti og það er því enn langt í það að hann komi aftur inn á völlinn. „Paul veit að hann þarf að leggja mikið á sig til að komast aftur í sitt besta form. Hann hefur verið frá í svo langan tíma að það verður mjög krefjandi fyrir hann að komast aftur í form,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Paul Pogba's season has been wrecked by two ankle injuries that have restricted him to just eight games for Manchester United. Manager Ole Gunnar Solskjaer says he now faces a challenge just to get fit again. More https://t.co/TtemwrGKqn#manutd#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/tiVctPiPrl— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 Norski knattspyrnustjórinn vék sér eiginlega undan að svara því hvort að Paul Pogba ætti eftir að spila aftur fyrir Manchester United en allt bendir til þess að franski miðjumaðurinn verði seldur í sumar. „Ég vildi geta sagt að hann spili aftur fyrir okkur um leið og hann kemst í form. Um leið og hann er kominn í form þá er hann nógu góður til að spila með liðinu. Ég er viss um að Paul sé líka ólmur í að spila fyrir okkur aftur,“ sagði Solskjær. Solskjær staðfesti það líka að Paul Pogba hafi fengið leyfi til að vera í endurhæfingu í burtu frá Mancheter United liðinu. Hann æfir því annars staðar en aðrir leikmenn liðsins. „Ég þarf ekki að réttlæta allar ákvarðanir. Paul er ennþá í endurhæfingu. Hann hefur tekið af sér gifsið og er byrjaður að hlaupa á hlaupabretti. Hann er að nálgast. Þetta hefur verið langur tími. Vonandi sjáum við hann sem fyrst,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira