Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 11:28 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ávarpar hér Eflingarfólk í Ráðhúsinu á dögunum. vísir/emb Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. Fundurinn hófst klukkan 10, en þetta var fyrsti fundur samninganefndanna í 11 daga. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að fundi loknum að ætlunin sé að hittast aftur á morgun. Nefndirnar séu í „mikilvægum samtölum“ sem stendur og verður staðan á því „hvar þær séu staddar“ tekin aftur á fundi morgundagsins. Hún vildi ekki fara út í það hvort nýtt tilboð hefði verið lagt fram á fundi nefndanna í dag. „Við erum bara að fara yfir einstök mál og sjá fleti á því hvernig má klára kjarasamninginn,“ segir Harpa. „Á meðan við tölum saman þá færumst við alltaf nær.“Var þetta góður fundur? „Það er alltaf góður fundur þegar við erum að hittast og reyna að nálgast það markmið að klára kjarasamning,“ segir Harpa. Útfærðar hugmyndir kynntar Efling sendi að sama skapi frá sér tilkynningu að fundi loknum þar sem fram kemur að þar hafi samninganefnd félagsins lagt fram „útfærðar hugmyndir að lausn deilunnar.“ Innihald þeirra verði þó ekki kynnt að svo stöddu. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur. Er þetta í þriðja sinn sem samninganefnd Eflingar leggur fram tillögur til lausnar á deilunni,“ segir jafnframt í tilkynningu Eflingar. Á meðan ekki er búið að undirrita umræddan kjarasamning heldur ótímabundið verkfall Eflingarfólks í borginni áfram. Verkfallið nær til allra leikskólabarna hjá borginni og hefur einnig mikil áhrif á velferðarþjónustu borgarinnar, en notendur hennar eru 1.650 manns. Eftir því sem verkfallið lengist mun það hafa áhrif á sorphirðu í Reykjavík og aðra umhirðu borgarlandsins. Um 1.850 manns í Eflingu starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56 Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. 17. febrúar 2020 21:44 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. Fundurinn hófst klukkan 10, en þetta var fyrsti fundur samninganefndanna í 11 daga. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að fundi loknum að ætlunin sé að hittast aftur á morgun. Nefndirnar séu í „mikilvægum samtölum“ sem stendur og verður staðan á því „hvar þær séu staddar“ tekin aftur á fundi morgundagsins. Hún vildi ekki fara út í það hvort nýtt tilboð hefði verið lagt fram á fundi nefndanna í dag. „Við erum bara að fara yfir einstök mál og sjá fleti á því hvernig má klára kjarasamninginn,“ segir Harpa. „Á meðan við tölum saman þá færumst við alltaf nær.“Var þetta góður fundur? „Það er alltaf góður fundur þegar við erum að hittast og reyna að nálgast það markmið að klára kjarasamning,“ segir Harpa. Útfærðar hugmyndir kynntar Efling sendi að sama skapi frá sér tilkynningu að fundi loknum þar sem fram kemur að þar hafi samninganefnd félagsins lagt fram „útfærðar hugmyndir að lausn deilunnar.“ Innihald þeirra verði þó ekki kynnt að svo stöddu. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur. Er þetta í þriðja sinn sem samninganefnd Eflingar leggur fram tillögur til lausnar á deilunni,“ segir jafnframt í tilkynningu Eflingar. Á meðan ekki er búið að undirrita umræddan kjarasamning heldur ótímabundið verkfall Eflingarfólks í borginni áfram. Verkfallið nær til allra leikskólabarna hjá borginni og hefur einnig mikil áhrif á velferðarþjónustu borgarinnar, en notendur hennar eru 1.650 manns. Eftir því sem verkfallið lengist mun það hafa áhrif á sorphirðu í Reykjavík og aðra umhirðu borgarlandsins. Um 1.850 manns í Eflingu starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56 Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. 17. febrúar 2020 21:44 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56
Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. 17. febrúar 2020 21:44
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01