Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 11:28 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ávarpar hér Eflingarfólk í Ráðhúsinu á dögunum. vísir/emb Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. Fundurinn hófst klukkan 10, en þetta var fyrsti fundur samninganefndanna í 11 daga. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að fundi loknum að ætlunin sé að hittast aftur á morgun. Nefndirnar séu í „mikilvægum samtölum“ sem stendur og verður staðan á því „hvar þær séu staddar“ tekin aftur á fundi morgundagsins. Hún vildi ekki fara út í það hvort nýtt tilboð hefði verið lagt fram á fundi nefndanna í dag. „Við erum bara að fara yfir einstök mál og sjá fleti á því hvernig má klára kjarasamninginn,“ segir Harpa. „Á meðan við tölum saman þá færumst við alltaf nær.“Var þetta góður fundur? „Það er alltaf góður fundur þegar við erum að hittast og reyna að nálgast það markmið að klára kjarasamning,“ segir Harpa. Útfærðar hugmyndir kynntar Efling sendi að sama skapi frá sér tilkynningu að fundi loknum þar sem fram kemur að þar hafi samninganefnd félagsins lagt fram „útfærðar hugmyndir að lausn deilunnar.“ Innihald þeirra verði þó ekki kynnt að svo stöddu. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur. Er þetta í þriðja sinn sem samninganefnd Eflingar leggur fram tillögur til lausnar á deilunni,“ segir jafnframt í tilkynningu Eflingar. Á meðan ekki er búið að undirrita umræddan kjarasamning heldur ótímabundið verkfall Eflingarfólks í borginni áfram. Verkfallið nær til allra leikskólabarna hjá borginni og hefur einnig mikil áhrif á velferðarþjónustu borgarinnar, en notendur hennar eru 1.650 manns. Eftir því sem verkfallið lengist mun það hafa áhrif á sorphirðu í Reykjavík og aðra umhirðu borgarlandsins. Um 1.850 manns í Eflingu starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56 Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. 17. febrúar 2020 21:44 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. Fundurinn hófst klukkan 10, en þetta var fyrsti fundur samninganefndanna í 11 daga. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að fundi loknum að ætlunin sé að hittast aftur á morgun. Nefndirnar séu í „mikilvægum samtölum“ sem stendur og verður staðan á því „hvar þær séu staddar“ tekin aftur á fundi morgundagsins. Hún vildi ekki fara út í það hvort nýtt tilboð hefði verið lagt fram á fundi nefndanna í dag. „Við erum bara að fara yfir einstök mál og sjá fleti á því hvernig má klára kjarasamninginn,“ segir Harpa. „Á meðan við tölum saman þá færumst við alltaf nær.“Var þetta góður fundur? „Það er alltaf góður fundur þegar við erum að hittast og reyna að nálgast það markmið að klára kjarasamning,“ segir Harpa. Útfærðar hugmyndir kynntar Efling sendi að sama skapi frá sér tilkynningu að fundi loknum þar sem fram kemur að þar hafi samninganefnd félagsins lagt fram „útfærðar hugmyndir að lausn deilunnar.“ Innihald þeirra verði þó ekki kynnt að svo stöddu. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur. Er þetta í þriðja sinn sem samninganefnd Eflingar leggur fram tillögur til lausnar á deilunni,“ segir jafnframt í tilkynningu Eflingar. Á meðan ekki er búið að undirrita umræddan kjarasamning heldur ótímabundið verkfall Eflingarfólks í borginni áfram. Verkfallið nær til allra leikskólabarna hjá borginni og hefur einnig mikil áhrif á velferðarþjónustu borgarinnar, en notendur hennar eru 1.650 manns. Eftir því sem verkfallið lengist mun það hafa áhrif á sorphirðu í Reykjavík og aðra umhirðu borgarlandsins. Um 1.850 manns í Eflingu starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56 Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. 17. febrúar 2020 21:44 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56
Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. 17. febrúar 2020 21:44
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01