Innlent

Telja mildi að enginn slasaðist við eftirför í miðbæ Reykjavíkur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan telur mildi að ekki hlaust slys af við eftirförina þar sem konan hafi virt fáar ef nokkrar umferðarreglur.
Lögreglan telur mildi að ekki hlaust slys af við eftirförina þar sem konan hafi virt fáar ef nokkrar umferðarreglur. vísir/hanna

Skömmu fyrir klukkan fjögur í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að kona í annarlegu ástandi hefði stolið bíl við Sundahöfn.Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu var brugðist skjótt við og konunni veitt eftirför uns tókst að stöðva för hennar í Lækjargötu, nærri Vonarstræti.Var konan handtekin og flutt á lögreglustöð en lögregla telur mildi að ekki hlaust slys af „enda virti konan fáar ef nokkrar umferðarreglur á leið sinni,“ eins og segir í tilkynningu lögreglu.Ók hún meðal annars gegn rauðu ljósi og mátti litlu mun að hún lenti í árekstri við aðra bíla „á meðan á þessum glórulausa akstri stóð.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.