Fótbolti

Wenger vill breyta rangstöðureglunni þannig að „hluti af nefi leikmanns“ sé ekki fyrir innan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wenger vinnur fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, í dag.
Wenger vinnur fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, í dag. vísir/getty

Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal og núverandi þróunarstjóri hjá FIFA, vill gera breytingar á rangstöðureglunni.

Mörg mörk hafa verið dæmd af í vetur með hjálp myndbandsdómgæslu þar sem leikmenn eru rétt fyrir innan. Svokallaðar „handakrikarangstöður“ fara í taugarnar á mörgum.

„Ég er að tala um rangstöðu þar sem það munar sentimetrum,“ sagði Wenger.

„Kannski er rúm til að breyta rangstöðureglunni þannig að það sé ekki hægt að segja að hluti af nefi leikmannsins hafi verið fyrir innan.“

Rætt verður um rangstöðuregluna og breytingar á henni á fundi Alþjóðlegu reglugerðarnefndarinnar í lok þessa mánaðar.

Wenger vill fjölga VAR-sérfræðingum og segir að fyrrverandi dómarar og reyndir leikmenn geti lagt hönd á plóg í þeim efnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.