Sara Björk um að vinna Meistaradeildina: Sá stóri hefur verið markmiðið mitt í mörg ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 13:00 Sara Björk Gunnarsdottir á ekki góðar miningar frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Wolfsburg þar sem hún meiddist mjög illa. Getty/Boris Streubel Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali á síðu kvennaliðs Olympique Lyon í tilefni af því að úrslit Meistaradeildin eru að hefjast í vikunni. Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Olympique Lyon eru þremur leikjum á níu dögum frá því að vinna Meistaradeildina en það yrði þá fimmta árið í röð sem Lyon yrði besta lið Evrópu. Þetta er hins vegar fyrsta tímabil Söru Bjarkar með Lyon og hún hefur aldrei unnið Meistaradeildina. Næst komst hún því vorið 2018 með Wolfsborg en meiddist þá illa í úrslitaleiknum sem Lyon vann í framlengingu. #TropheeVeolia pic.twitter.com/EPtiwhpA8H— OL Féminin (@OLfeminin) August 15, 2020 Sara Björk Gunnarsdóttir var tekin í viðtal á Twitter síðu kvennaliðs Olympique Lyon nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þetta er sá stóri. Það hefur verið markmið mitt í mörg ár að vinna hann en það hefur ekki tekist hjá mér ennþá,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. Sara er nýbyrjuð að spila með Lyon en vann sinn fyrsta titil á dögunum þegar liðið vann franska bikarinn. Sara hefur verið mjög sigursæl á sínum ferli en vantar enn að vinna Meistaradeildina. „Vonandi tekst mér að vinna hann í ár en það er erfiður leikur fram undan á móti Bayern München,“ sagði Sara Björk. Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum á föstudaginn. Sara Björk ætti að þekkja Bayern stelpurnar mjög vel eftir að hafa keppt mörgum sinnum við þær á síðustu árum með liði Wolfsburg. „Þetta verður krefjandi leikur en við höfum spilað tvo góða leiki saman og nú er bara að einbeita okkur að Meistaradeildinni,“ sagði Sara Björk á ensku en sá sem tók viðtalið þýddi það síðan yfir á frönsku eins og sjá má hér fyrir neðan. La réaction de Sara Bjork Gunnarsdottir après #OLJuveLes réactions complètes sont à retrouver sur OLPLAY https://t.co/xMIxuezFj6 pic.twitter.com/xtiYnbU8B4— OL Féminin (@OLfeminin) August 16, 2020 Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali á síðu kvennaliðs Olympique Lyon í tilefni af því að úrslit Meistaradeildin eru að hefjast í vikunni. Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Olympique Lyon eru þremur leikjum á níu dögum frá því að vinna Meistaradeildina en það yrði þá fimmta árið í röð sem Lyon yrði besta lið Evrópu. Þetta er hins vegar fyrsta tímabil Söru Bjarkar með Lyon og hún hefur aldrei unnið Meistaradeildina. Næst komst hún því vorið 2018 með Wolfsborg en meiddist þá illa í úrslitaleiknum sem Lyon vann í framlengingu. #TropheeVeolia pic.twitter.com/EPtiwhpA8H— OL Féminin (@OLfeminin) August 15, 2020 Sara Björk Gunnarsdóttir var tekin í viðtal á Twitter síðu kvennaliðs Olympique Lyon nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þetta er sá stóri. Það hefur verið markmið mitt í mörg ár að vinna hann en það hefur ekki tekist hjá mér ennþá,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. Sara er nýbyrjuð að spila með Lyon en vann sinn fyrsta titil á dögunum þegar liðið vann franska bikarinn. Sara hefur verið mjög sigursæl á sínum ferli en vantar enn að vinna Meistaradeildina. „Vonandi tekst mér að vinna hann í ár en það er erfiður leikur fram undan á móti Bayern München,“ sagði Sara Björk. Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum á föstudaginn. Sara Björk ætti að þekkja Bayern stelpurnar mjög vel eftir að hafa keppt mörgum sinnum við þær á síðustu árum með liði Wolfsburg. „Þetta verður krefjandi leikur en við höfum spilað tvo góða leiki saman og nú er bara að einbeita okkur að Meistaradeildinni,“ sagði Sara Björk á ensku en sá sem tók viðtalið þýddi það síðan yfir á frönsku eins og sjá má hér fyrir neðan. La réaction de Sara Bjork Gunnarsdottir après #OLJuveLes réactions complètes sont à retrouver sur OLPLAY https://t.co/xMIxuezFj6 pic.twitter.com/xtiYnbU8B4— OL Féminin (@OLfeminin) August 16, 2020
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira