Sara Björk um að vinna Meistaradeildina: Sá stóri hefur verið markmiðið mitt í mörg ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 13:00 Sara Björk Gunnarsdottir á ekki góðar miningar frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Wolfsburg þar sem hún meiddist mjög illa. Getty/Boris Streubel Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali á síðu kvennaliðs Olympique Lyon í tilefni af því að úrslit Meistaradeildin eru að hefjast í vikunni. Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Olympique Lyon eru þremur leikjum á níu dögum frá því að vinna Meistaradeildina en það yrði þá fimmta árið í röð sem Lyon yrði besta lið Evrópu. Þetta er hins vegar fyrsta tímabil Söru Bjarkar með Lyon og hún hefur aldrei unnið Meistaradeildina. Næst komst hún því vorið 2018 með Wolfsborg en meiddist þá illa í úrslitaleiknum sem Lyon vann í framlengingu. #TropheeVeolia pic.twitter.com/EPtiwhpA8H— OL Féminin (@OLfeminin) August 15, 2020 Sara Björk Gunnarsdóttir var tekin í viðtal á Twitter síðu kvennaliðs Olympique Lyon nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þetta er sá stóri. Það hefur verið markmið mitt í mörg ár að vinna hann en það hefur ekki tekist hjá mér ennþá,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. Sara er nýbyrjuð að spila með Lyon en vann sinn fyrsta titil á dögunum þegar liðið vann franska bikarinn. Sara hefur verið mjög sigursæl á sínum ferli en vantar enn að vinna Meistaradeildina. „Vonandi tekst mér að vinna hann í ár en það er erfiður leikur fram undan á móti Bayern München,“ sagði Sara Björk. Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum á föstudaginn. Sara Björk ætti að þekkja Bayern stelpurnar mjög vel eftir að hafa keppt mörgum sinnum við þær á síðustu árum með liði Wolfsburg. „Þetta verður krefjandi leikur en við höfum spilað tvo góða leiki saman og nú er bara að einbeita okkur að Meistaradeildinni,“ sagði Sara Björk á ensku en sá sem tók viðtalið þýddi það síðan yfir á frönsku eins og sjá má hér fyrir neðan. La réaction de Sara Bjork Gunnarsdottir après #OLJuveLes réactions complètes sont à retrouver sur OLPLAY https://t.co/xMIxuezFj6 pic.twitter.com/xtiYnbU8B4— OL Féminin (@OLfeminin) August 16, 2020 Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali á síðu kvennaliðs Olympique Lyon í tilefni af því að úrslit Meistaradeildin eru að hefjast í vikunni. Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Olympique Lyon eru þremur leikjum á níu dögum frá því að vinna Meistaradeildina en það yrði þá fimmta árið í röð sem Lyon yrði besta lið Evrópu. Þetta er hins vegar fyrsta tímabil Söru Bjarkar með Lyon og hún hefur aldrei unnið Meistaradeildina. Næst komst hún því vorið 2018 með Wolfsborg en meiddist þá illa í úrslitaleiknum sem Lyon vann í framlengingu. #TropheeVeolia pic.twitter.com/EPtiwhpA8H— OL Féminin (@OLfeminin) August 15, 2020 Sara Björk Gunnarsdóttir var tekin í viðtal á Twitter síðu kvennaliðs Olympique Lyon nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þetta er sá stóri. Það hefur verið markmið mitt í mörg ár að vinna hann en það hefur ekki tekist hjá mér ennþá,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. Sara er nýbyrjuð að spila með Lyon en vann sinn fyrsta titil á dögunum þegar liðið vann franska bikarinn. Sara hefur verið mjög sigursæl á sínum ferli en vantar enn að vinna Meistaradeildina. „Vonandi tekst mér að vinna hann í ár en það er erfiður leikur fram undan á móti Bayern München,“ sagði Sara Björk. Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum á föstudaginn. Sara Björk ætti að þekkja Bayern stelpurnar mjög vel eftir að hafa keppt mörgum sinnum við þær á síðustu árum með liði Wolfsburg. „Þetta verður krefjandi leikur en við höfum spilað tvo góða leiki saman og nú er bara að einbeita okkur að Meistaradeildinni,“ sagði Sara Björk á ensku en sá sem tók viðtalið þýddi það síðan yfir á frönsku eins og sjá má hér fyrir neðan. La réaction de Sara Bjork Gunnarsdottir après #OLJuveLes réactions complètes sont à retrouver sur OLPLAY https://t.co/xMIxuezFj6 pic.twitter.com/xtiYnbU8B4— OL Féminin (@OLfeminin) August 16, 2020
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira