„Hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2020 20:30 Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir að Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórnarráðherra, verði að útskýra betur hvernig það sé ekki lögþvingun að sveitarfélög verði að sameinast til að ná lágmarksíbúafjölda.Alþingi samþykkti á fimmtudaginn þingsályktunartillögu um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Gert er áð fyrir að innan tveggja ári verði lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum 250 og að árið 2026 verði öll sveitarfélög að lágmarki með eitt þúsund íbúa. Grýtubakkahreppur, þar sem búa um 400 manns, þarf því að óbreyttu að finna sér sameiningarfélaga fyrir árið 2026. Þar á bæ eru íbúar mjög ósáttir við að þurfa að sameinast öðrum sveitarfélögum. Óánægjan kom skýrt fram á fundi með Sigurði Inga á miðvikudaginn þar sem honum var afhent mótmælaskjal. Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir. „Það var einkaframtak hjá ibúunum sjálfum að mótmæla lögþvingun sameininga og það voru 186 sem skrifuðu undir. 2018 kusu 193 þannnig að þetta er bara samfélagið. Eindrægnin og samstaðan var gríðarleg. Ég er mjög stoltur af íbúunum hvernig þeir komu fram sem algjörlega einn maður,“ segir Þröstur Friðfinsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Ráðherra hefur þvertekið fyrir í umræðum um málið á Alþingi að lágmarksíbúafjöldi feli í sér þvingun til að sameinast, þau hafi tíma til að aðlaga sig. Þetta gengur ekki upp að mati heimamanna í Grýtubakkahreppi „Það er alveg skýrt að það á að vera 1000 íbúa lágmark Hann segir að það sé ekki lögþvingun af því að við fáum góðan tíma, sveitarfélög almennt, fái að ráða hverjum þau sameinast, en hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast,“ segir Þröstur. Sigurður Ingi Jóhannsson aflaði sér ekki vinsælda hjá smæstu sveitarfélögunum.Vísir/Vilhelm Íbúarnir óttist það að með sameiningum fjari undan sjálfsákvörðunarréttinum. „Íbúar upplifa þetta þannig að 370 manns, lítið samfélag, það verður alltaf mikill minnihluti í samfélagi sem er orðið eitthvað yfir 1000, tala nú ekki um enn stærra. Þá hafa menn ekkert forræði í sínum málum,“ segir Þröstur. Íbúar í Grýtubrakkahreppi velti því fyrir sér hvort þetta geti tallist lýðræðislegt. „Við spyrjum okkur af hverju íbúarnir hérna eigi að vera með öðruvísi lýðræði en þeir sem búa í Hveragerði eða einhvers staðar annars staðar.“ Alþingi Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02 Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Deildu um lögþvingun Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. 30. janúar 2020 20:49 Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir að Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórnarráðherra, verði að útskýra betur hvernig það sé ekki lögþvingun að sveitarfélög verði að sameinast til að ná lágmarksíbúafjölda.Alþingi samþykkti á fimmtudaginn þingsályktunartillögu um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Gert er áð fyrir að innan tveggja ári verði lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum 250 og að árið 2026 verði öll sveitarfélög að lágmarki með eitt þúsund íbúa. Grýtubakkahreppur, þar sem búa um 400 manns, þarf því að óbreyttu að finna sér sameiningarfélaga fyrir árið 2026. Þar á bæ eru íbúar mjög ósáttir við að þurfa að sameinast öðrum sveitarfélögum. Óánægjan kom skýrt fram á fundi með Sigurði Inga á miðvikudaginn þar sem honum var afhent mótmælaskjal. Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir. „Það var einkaframtak hjá ibúunum sjálfum að mótmæla lögþvingun sameininga og það voru 186 sem skrifuðu undir. 2018 kusu 193 þannnig að þetta er bara samfélagið. Eindrægnin og samstaðan var gríðarleg. Ég er mjög stoltur af íbúunum hvernig þeir komu fram sem algjörlega einn maður,“ segir Þröstur Friðfinsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Ráðherra hefur þvertekið fyrir í umræðum um málið á Alþingi að lágmarksíbúafjöldi feli í sér þvingun til að sameinast, þau hafi tíma til að aðlaga sig. Þetta gengur ekki upp að mati heimamanna í Grýtubakkahreppi „Það er alveg skýrt að það á að vera 1000 íbúa lágmark Hann segir að það sé ekki lögþvingun af því að við fáum góðan tíma, sveitarfélög almennt, fái að ráða hverjum þau sameinast, en hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast,“ segir Þröstur. Sigurður Ingi Jóhannsson aflaði sér ekki vinsælda hjá smæstu sveitarfélögunum.Vísir/Vilhelm Íbúarnir óttist það að með sameiningum fjari undan sjálfsákvörðunarréttinum. „Íbúar upplifa þetta þannig að 370 manns, lítið samfélag, það verður alltaf mikill minnihluti í samfélagi sem er orðið eitthvað yfir 1000, tala nú ekki um enn stærra. Þá hafa menn ekkert forræði í sínum málum,“ segir Þröstur. Íbúar í Grýtubrakkahreppi velti því fyrir sér hvort þetta geti tallist lýðræðislegt. „Við spyrjum okkur af hverju íbúarnir hérna eigi að vera með öðruvísi lýðræði en þeir sem búa í Hveragerði eða einhvers staðar annars staðar.“
Alþingi Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02 Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Deildu um lögþvingun Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. 30. janúar 2020 20:49 Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
Deildu um lögþvingun Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. 30. janúar 2020 20:49
Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22