Innlent

Wuhan-veiran og áhrif eldsumbrota á alþjóðaflug í Víglínunni

Andri Eysteinsson skrifar

Fréttir af jarðhræringum á Reykjanesi og Wuhan-veirunni í Kína hafa gnæft yfir öðrum fréttum vikunnar sem leið. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Þorgeir Pálsson prófessor emeritus í verkfræði við HR til sín í Víglínuna í dag til að ræða áhrif jarðhræringa á alþjóðaflugið. En Þorgeir er flugverkfræðingur og fyrrverandi flugmálastjóri og hefur meira en flestir aðrir skoðað þessi mál, ekki hvað síst út frá nauðsyn þess að hafa tvo alþjóðlega flugvelli á höfuðborgarsvæðinu.

Þá mætir Jin Zhijian sendiherra Kína á Íslandi í Víglínuna til að ræða áhrif Wuhan veirunnar á líf fólks í Kína sem og á umheiminn. En kínversks stjórnvöld hafa brugðist við með því að einangra Wuhan borg og héraðið í kring um hana. Þá hafa stjórnvöld einnig bannað hópferðir Kínverja til annarra landa. Nokkur dæmi eru um að kínverskir ferðamenn hér á landi hafi átt erfitt með að snúa aftur heim.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.