Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2020 11:44 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aðgerðir félagsins sem hefjast nú í hádeginu ná til um 1.600 starfsmanna. vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. Borgin bjóði félagsfólki Eflingar hins vegar minna en þeir samningar hafi falið í sér. Um 1.800 félagsmenn Eflingar, flestir konur, starfa hjá stofnunum Reykjavíkurborgar og þá aðallega á leikskólum. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast nú í hádeginu ná til um 1.600 starfsmanna. Undanþágur hafi verið gefnar til um tvö hundruð starfsmanna sem sinni þjónustu við eldri borgara. Aðgerðirnar í dag sem standa til miðbættis eru þær fyrstu sem boðaðar eru. „Þær eiga að ná því fram að borgin fallist á kröfur okkar um leiðréttingu til handa félagsmanna Eflingar sem eru tekjulægsti hópurinn á íslenskum vinnumarkaði. Þrátt fyrir að sinna algerum undirstöðustörfum í þessu samfélagi,“ segir Sólveig Anna. Krafan sé að þessi hópur fái að hámarki leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum sem fjari út við 450 þúsund króna mánaðarlaun, umfram það sem samið hafi verið um í lífskjarasamningunum. En því miður hafi ekkert miðað áfram við samningaborðið. „Og ekki aðeins er ekkert að miðast áfam. Heldur er staðan einfaldlega sú að borgin er enn þá að bjóða okkur samning sem er verri en hinn svo kallaði lífskjarasamningur.“ Ljóst er að verkfall Eflingar á leikskólum Reykjavíkurborgar á morgun mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi skólanna.vísir/vilhelm Þ annig a ð þ i ð telji ð a ð borgin s é ekki einu sinni a ð bj óð a l í fskjarasamninginn? „Hún er ekki einu sinni að bjóða okkur hann,“ segir formaður Eflingar. Sumir sem gagnrýnt hafa aðgerðirnar segja aðþær muni bitna mest áöðru félagsfólki í Eflingu. Sólveig Anna segir áhugavert að fylgjast meðþessum skyndilegu áhyggjum af tilveru félagsmanna Eflingar en alla jafna fari lítið fyrir þeim áhyggjum. Ef þessar aðgerðir sýni ekki forystu borgarinnar fram á mikilvægi þessarra starfa muni þær að minnsta kosti sýna borgarbúum hversu mikilvæg störfin séu. „Ég ætla nú bara að leyfa mér að fullyrða að þeir félagsmenn Eflingar sem sannarlega munu finna fyrir verkföllunum eins og annað fólk sem á börn á leikskólunum styðji baráttu okkar að fullu.“ Hún sé bjartsýn á að aðgerðirnar sýni mikilvægi þessara starfa og þrýsti þannig á borgaryfirvöld að þau geti ekki lengur falið sig á bakvið það að deilan komi þeim ekki við. „Það er náttúrlega með ólíkindum að borgarstjóri sem vill láta kalla sig æðsta yfirmann á þessum vinnustað sem Reykjavíkurborg er skuli enn ekki vera tilbúinn til að axla þá pólitísku ábyrgð sem hann sannarlega ber. Stíga fram og einfaldlega ganga í þessa einföldu réttlætisaðgerð,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. Borgin bjóði félagsfólki Eflingar hins vegar minna en þeir samningar hafi falið í sér. Um 1.800 félagsmenn Eflingar, flestir konur, starfa hjá stofnunum Reykjavíkurborgar og þá aðallega á leikskólum. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast nú í hádeginu ná til um 1.600 starfsmanna. Undanþágur hafi verið gefnar til um tvö hundruð starfsmanna sem sinni þjónustu við eldri borgara. Aðgerðirnar í dag sem standa til miðbættis eru þær fyrstu sem boðaðar eru. „Þær eiga að ná því fram að borgin fallist á kröfur okkar um leiðréttingu til handa félagsmanna Eflingar sem eru tekjulægsti hópurinn á íslenskum vinnumarkaði. Þrátt fyrir að sinna algerum undirstöðustörfum í þessu samfélagi,“ segir Sólveig Anna. Krafan sé að þessi hópur fái að hámarki leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum sem fjari út við 450 þúsund króna mánaðarlaun, umfram það sem samið hafi verið um í lífskjarasamningunum. En því miður hafi ekkert miðað áfram við samningaborðið. „Og ekki aðeins er ekkert að miðast áfam. Heldur er staðan einfaldlega sú að borgin er enn þá að bjóða okkur samning sem er verri en hinn svo kallaði lífskjarasamningur.“ Ljóst er að verkfall Eflingar á leikskólum Reykjavíkurborgar á morgun mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi skólanna.vísir/vilhelm Þ annig a ð þ i ð telji ð a ð borgin s é ekki einu sinni a ð bj óð a l í fskjarasamninginn? „Hún er ekki einu sinni að bjóða okkur hann,“ segir formaður Eflingar. Sumir sem gagnrýnt hafa aðgerðirnar segja aðþær muni bitna mest áöðru félagsfólki í Eflingu. Sólveig Anna segir áhugavert að fylgjast meðþessum skyndilegu áhyggjum af tilveru félagsmanna Eflingar en alla jafna fari lítið fyrir þeim áhyggjum. Ef þessar aðgerðir sýni ekki forystu borgarinnar fram á mikilvægi þessarra starfa muni þær að minnsta kosti sýna borgarbúum hversu mikilvæg störfin séu. „Ég ætla nú bara að leyfa mér að fullyrða að þeir félagsmenn Eflingar sem sannarlega munu finna fyrir verkföllunum eins og annað fólk sem á börn á leikskólunum styðji baráttu okkar að fullu.“ Hún sé bjartsýn á að aðgerðirnar sýni mikilvægi þessara starfa og þrýsti þannig á borgaryfirvöld að þau geti ekki lengur falið sig á bakvið það að deilan komi þeim ekki við. „Það er náttúrlega með ólíkindum að borgarstjóri sem vill láta kalla sig æðsta yfirmann á þessum vinnustað sem Reykjavíkurborg er skuli enn ekki vera tilbúinn til að axla þá pólitísku ábyrgð sem hann sannarlega ber. Stíga fram og einfaldlega ganga í þessa einföldu réttlætisaðgerð,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19
Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20
Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43