Sportpakkinn: Nóg að gera hjá myndbandsdómurum í sigri Napoli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 18:00 Eljif Elmas fagnar marki sínu fyrir Napoli í gær. Getty/Paolo Rattini Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Napoli en ítalska félagið lét knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti fara fyrir áramót og gengið hefur verið langt fyrir neðan væntingar. Nú er aðeins fara að birta til í nágrenni Vesúvíusar og Arnar Björnsson skoðaði góðan sigur liðsins í gær. Stuðningsmenn Napoli hafa ekki haft yfir miklu að gleðjast á þessari leiktíð. Miklar væntingar voru gerðar til liðsins sem varð í öðru sæti á síðustu leiktíð, ellefu stigum á eftir meisturunum í Juventus. Napoli vann 24 leiki á síðustu leiktíð og tapaði sjö sinnum. Fyrir leikinn við Sampdoria í gærkvöldi var Napoli í 10. sæti. Liðið var þegar búið að tapa fleiri leikjum en á allri síðustu leiktíð. Áttundi ósigurinn kom á heimavelli þegar liðið tapaði 0-2 fyrir Fiorentina. En brúnin á stuðningsmönnunum lyftist þegar Napoli vann Juventus 2-1 26. janúar. Í gærkvöldi byrjuðu Napolímenn af krafti, pólski framherjinn Arkadiusz Milik skoraði á þriðju mínútu, skallaði sendingu landa síns, Piotr Zielinski í markið. Varnarmenn Sampdoria voru hálfskelkaðir því skömmu áður var blysi kastað inná völlinn. Annað markið kom skömmu síðar, Giovanni Di Lorenzo tók hornspyrnu og tvítugur Norður Makedóníumaður, Elif Elmas skoraði fyrsta mark sitt fyrir liðið. Tíu mínútum síðar skoraði markakóngur síðustu leiktíðar, Fabio Quagliarella stórglæsilegt mark. Viðstöðulaust skot eftir fyrirgjöf Svíans Albins Ekdal. Þetta var sjötta mark Quagliarella á leiktíðinni en fyrirliðinn skoraði 26 mörk á þeirri síðustu. Sampdoria kom boltanum í mark Napoli á 56. mínútu en eftir myndbandsdómarar skáru úr um að Manolo Gabbiadini hefði snert boltann með höndinni. Stuðningsmenn Sampdoria voru allt annað en ánægðir með að markið skyldi ekki fá að standa. Skömmu síðar skaut Lorenzo Insigne í tréverkið, Zielinski hirti frákastið og skoraði. Napolí fagnaði þriðja markinu en það var dæmt ógilt, sá pólski var rangstæður. Það var nóg að gera hjá myndbandsdómurum, Kostas Manolas braut á Quagliarella. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu og þar sem Quagliarella meiddist í átökunum við gríska varnarmanninn, tók Manolo Gabbiadini vítið og jafnaði metin þegar 18 mínútur voru eftir. Skyndisókn Napoli skilaði marki átta mínútum fyrir leikslok. Sampdoria tapaði boltanum á miðjunni, Mario Rui og Lorenzo Insigne tættu vörnina í sundur og Diego Demme kom Napoli 3-2. Þýski varnartengiliðurinn var keyptur í janúar frá Leipzig og byrjar vel í serie A, skoraði í sínum þriðja leik fyrir félagið. Á áttundu mínútu uppbótartímans skoraði Dries Mertens fjórða mark Napoli. Emil Audero í marki Sampdoria fór í langt ferðalag út úr markinu og Mertens kláraði færið vel. Napoli hefur nú unnið þrjá leiki í röð, tvö í deild og Lazio í bikarnum. Þar mætir liðið Inter í undanúrslitum. Liðið er í 10. sæti í deildinni með 30 stig, 24 stigum frá Juventus. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Napoli á langþráðri sigurbraut í ítalska boltanum Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Napoli en ítalska félagið lét knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti fara fyrir áramót og gengið hefur verið langt fyrir neðan væntingar. Nú er aðeins fara að birta til í nágrenni Vesúvíusar og Arnar Björnsson skoðaði góðan sigur liðsins í gær. Stuðningsmenn Napoli hafa ekki haft yfir miklu að gleðjast á þessari leiktíð. Miklar væntingar voru gerðar til liðsins sem varð í öðru sæti á síðustu leiktíð, ellefu stigum á eftir meisturunum í Juventus. Napoli vann 24 leiki á síðustu leiktíð og tapaði sjö sinnum. Fyrir leikinn við Sampdoria í gærkvöldi var Napoli í 10. sæti. Liðið var þegar búið að tapa fleiri leikjum en á allri síðustu leiktíð. Áttundi ósigurinn kom á heimavelli þegar liðið tapaði 0-2 fyrir Fiorentina. En brúnin á stuðningsmönnunum lyftist þegar Napoli vann Juventus 2-1 26. janúar. Í gærkvöldi byrjuðu Napolímenn af krafti, pólski framherjinn Arkadiusz Milik skoraði á þriðju mínútu, skallaði sendingu landa síns, Piotr Zielinski í markið. Varnarmenn Sampdoria voru hálfskelkaðir því skömmu áður var blysi kastað inná völlinn. Annað markið kom skömmu síðar, Giovanni Di Lorenzo tók hornspyrnu og tvítugur Norður Makedóníumaður, Elif Elmas skoraði fyrsta mark sitt fyrir liðið. Tíu mínútum síðar skoraði markakóngur síðustu leiktíðar, Fabio Quagliarella stórglæsilegt mark. Viðstöðulaust skot eftir fyrirgjöf Svíans Albins Ekdal. Þetta var sjötta mark Quagliarella á leiktíðinni en fyrirliðinn skoraði 26 mörk á þeirri síðustu. Sampdoria kom boltanum í mark Napoli á 56. mínútu en eftir myndbandsdómarar skáru úr um að Manolo Gabbiadini hefði snert boltann með höndinni. Stuðningsmenn Sampdoria voru allt annað en ánægðir með að markið skyldi ekki fá að standa. Skömmu síðar skaut Lorenzo Insigne í tréverkið, Zielinski hirti frákastið og skoraði. Napolí fagnaði þriðja markinu en það var dæmt ógilt, sá pólski var rangstæður. Það var nóg að gera hjá myndbandsdómurum, Kostas Manolas braut á Quagliarella. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu og þar sem Quagliarella meiddist í átökunum við gríska varnarmanninn, tók Manolo Gabbiadini vítið og jafnaði metin þegar 18 mínútur voru eftir. Skyndisókn Napoli skilaði marki átta mínútum fyrir leikslok. Sampdoria tapaði boltanum á miðjunni, Mario Rui og Lorenzo Insigne tættu vörnina í sundur og Diego Demme kom Napoli 3-2. Þýski varnartengiliðurinn var keyptur í janúar frá Leipzig og byrjar vel í serie A, skoraði í sínum þriðja leik fyrir félagið. Á áttundu mínútu uppbótartímans skoraði Dries Mertens fjórða mark Napoli. Emil Audero í marki Sampdoria fór í langt ferðalag út úr markinu og Mertens kláraði færið vel. Napoli hefur nú unnið þrjá leiki í röð, tvö í deild og Lazio í bikarnum. Þar mætir liðið Inter í undanúrslitum. Liðið er í 10. sæti í deildinni með 30 stig, 24 stigum frá Juventus. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Napoli á langþráðri sigurbraut í ítalska boltanum
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira