Náði einstökum myndum af baráttu hafarna um silung við Mývatn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 22:00 Á þessari mynd sem Gísli tók sést vel barátta arnanna um bráðina. Gísli Rafn Jónsson Gísli Rafn Jónsson, Mývetningur og bílstjóri, sem búsettur er á bænum Arnarnesi í Vogum við Mývatn náði einstökum myndum um hádegisbil í dag af tveimur haförnum sem hafa gert sig heimakomna við vatnið undanfarnar vikur. Hús Gísla stendur við þann hluta vatnsins þar sem ís leggur ekki yfir veturinn. Endur og álftir halda sig því þar um vetrartímann auk þess sem þar eru hrygningarstöðvar urriðans. Það er því grunnt á silunginn og annar örninn nýtti sér það í dag þegar hann náði að veiða einn upp úr vatninu. Þegar hann var kominn með bráðina í klærnar vildi hins vegar hinn haförninn sem var með í för fá sér fisk líka og freistaði því þess að ná silungnum af þeim sem veiddi. Silungurinn í klóm arnarins.gísli rafn jónsson Afar sjaldgæf sjón við vatnið Gísli myndaði baráttu arnanna um bráðina en sá sem veiddi náði að halda fisknum. Hann segir það hafa verið einstakt að verða vitni að baráttunni um silunginn en aðspurður hvort að hafernir séu algeng sjón við Mývatn svarar Gísli því neitandi. „Nei, það er nefnilega málið að þetta er afskaplega sjaldgæft. Það hefur svo sem gerst á undanförnum árum að það hafa slæðst svona einn og einn fugl, eins og gerist, eins og einhverjir flækingar, sem eru smástund en fara svo. En nú eru þessir tveir gaukar búnir að vera hér meira og minna síðan einhvern tímann fyrir jól,“ segir Gísli. Hann kveðst síðast hafa séð annan örninn fyrir þremur til fjórum dögum. Þá hafi örninn verið við veiðar en hálfpartinn í felum svo engin náðist myndin. Ernirnir voru ekki nema um 50 til 60 metra frá Gísla sem tók myndirnar frá húsinu sínu sem stendur um 40 metra frá vatninu.gísli rafn jónsson Um 50 til 60 frá örnunum Í dag hafi hins vegar hitt svo vel á að Gísli var akkúrat að koma heim í hádeginu þegar hann tók eftir örnunum úti á vatninu. „Þannig að ég hljóp inn, sótti myndavélina mína og rauk hér út á pallinn. Ég tek þetta bara frá húsinu mínu.“ Hús Gísla stendur um 40 metra frá vatninu svo ernirnir voru ansi nálægt honum, ekki nema um 50 til 60 metra. Hafernirnir sjást hér fyrir miðri mynd sem þústir á ísnum en endurnar fljúga fyrir ofan þá. Gísli segir endurnar venjulega ekki fljúga mikið á þessum árstíma en þegar ernirnir koma tvístrast þær um allt.gísli rafn jónsson Endurnar tvístrast um allt þegar ernirnir mæta Gísli segist hafa smá áhyggjur af því ef hafernirnir fari að gera sig heimakomna við vatnið til lengri tíma og þá aðallega vegna andanna sem eru við vatnið og andarunganna sem koma í vor. Hann segir að endurnar á vatninu séu venjulega ekki að fljúga á þessum árstíma en þegar ernirnir láti sjá sig tvístrist þær um allt, út og suður. „Þannig að ég held að þetta sé ekki alveg nógu gott sko. Ég vil nú frekar hafa endurnar heldur en hafernina. Af því að þetta er nú þekktasti andastaður í allri veröldinni, Mývatn er nú þannig, þannig að við vonum nú eiginlega að þeir fari nú að pakka saman,“ segir Gísli. Gísli deildi myndunum á Facebook-síðu sinni í dag og má sjá þær allar í færslunni hér fyrir neðan. Dýr Skútustaðahreppur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Gísli Rafn Jónsson, Mývetningur og bílstjóri, sem búsettur er á bænum Arnarnesi í Vogum við Mývatn náði einstökum myndum um hádegisbil í dag af tveimur haförnum sem hafa gert sig heimakomna við vatnið undanfarnar vikur. Hús Gísla stendur við þann hluta vatnsins þar sem ís leggur ekki yfir veturinn. Endur og álftir halda sig því þar um vetrartímann auk þess sem þar eru hrygningarstöðvar urriðans. Það er því grunnt á silunginn og annar örninn nýtti sér það í dag þegar hann náði að veiða einn upp úr vatninu. Þegar hann var kominn með bráðina í klærnar vildi hins vegar hinn haförninn sem var með í för fá sér fisk líka og freistaði því þess að ná silungnum af þeim sem veiddi. Silungurinn í klóm arnarins.gísli rafn jónsson Afar sjaldgæf sjón við vatnið Gísli myndaði baráttu arnanna um bráðina en sá sem veiddi náði að halda fisknum. Hann segir það hafa verið einstakt að verða vitni að baráttunni um silunginn en aðspurður hvort að hafernir séu algeng sjón við Mývatn svarar Gísli því neitandi. „Nei, það er nefnilega málið að þetta er afskaplega sjaldgæft. Það hefur svo sem gerst á undanförnum árum að það hafa slæðst svona einn og einn fugl, eins og gerist, eins og einhverjir flækingar, sem eru smástund en fara svo. En nú eru þessir tveir gaukar búnir að vera hér meira og minna síðan einhvern tímann fyrir jól,“ segir Gísli. Hann kveðst síðast hafa séð annan örninn fyrir þremur til fjórum dögum. Þá hafi örninn verið við veiðar en hálfpartinn í felum svo engin náðist myndin. Ernirnir voru ekki nema um 50 til 60 metra frá Gísla sem tók myndirnar frá húsinu sínu sem stendur um 40 metra frá vatninu.gísli rafn jónsson Um 50 til 60 frá örnunum Í dag hafi hins vegar hitt svo vel á að Gísli var akkúrat að koma heim í hádeginu þegar hann tók eftir örnunum úti á vatninu. „Þannig að ég hljóp inn, sótti myndavélina mína og rauk hér út á pallinn. Ég tek þetta bara frá húsinu mínu.“ Hús Gísla stendur um 40 metra frá vatninu svo ernirnir voru ansi nálægt honum, ekki nema um 50 til 60 metra. Hafernirnir sjást hér fyrir miðri mynd sem þústir á ísnum en endurnar fljúga fyrir ofan þá. Gísli segir endurnar venjulega ekki fljúga mikið á þessum árstíma en þegar ernirnir koma tvístrast þær um allt.gísli rafn jónsson Endurnar tvístrast um allt þegar ernirnir mæta Gísli segist hafa smá áhyggjur af því ef hafernirnir fari að gera sig heimakomna við vatnið til lengri tíma og þá aðallega vegna andanna sem eru við vatnið og andarunganna sem koma í vor. Hann segir að endurnar á vatninu séu venjulega ekki að fljúga á þessum árstíma en þegar ernirnir láti sjá sig tvístrist þær um allt, út og suður. „Þannig að ég held að þetta sé ekki alveg nógu gott sko. Ég vil nú frekar hafa endurnar heldur en hafernina. Af því að þetta er nú þekktasti andastaður í allri veröldinni, Mývatn er nú þannig, þannig að við vonum nú eiginlega að þeir fari nú að pakka saman,“ segir Gísli. Gísli deildi myndunum á Facebook-síðu sinni í dag og má sjá þær allar í færslunni hér fyrir neðan.
Dýr Skútustaðahreppur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira