Sport

Hljóp á staur eftir sendingu frá hetjunni sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Mahomes á sigurhátíð Kansas City Chiefs í miðbænum í gær.
Patrick Mahomes á sigurhátíð Kansas City Chiefs í miðbænum í gær. Getty/Kyle Rivas

Tengdasonur Mosfellsbæjar hafi áhyggjur af afdrifum eins manns í skrúðgöngu Kansas City Chiefs liðsins í gær.

Patrick Mahomes var hrókur alls fagnaðar á svæðinu enda hetjan í borginni eftir að hafa leitt Höfðingjanna til síns fyrsta sigurs í Super Bowl í hálfa öld.

Mahomes lék sér meðal annars að senda bolta á stuðningsmenn sem kepptust við að grípa sendingar frá kappanum.

Einn þeirra sem ætlaði að grípa boltann lenti hins vegar á ansi hörðum „varnarmanni“ eins og sjá má hér fyrir neðan.



Patrick Mahomes átti þarna langa sendingu en hinn óheppni stuðningsmaður Kansas City Chiefs tók ekki eftir stöðumæli fyrir framan sig enda öll einbeitingin á að grípa boltann.

Maðurinn hljóp beint á staurinn og lá síðan eins og rotaður á eftir.

Patrick Mahomes hafði áhyggjur af karli og spurði á Twitter hvort að það væri allt í lagi með hann.

Það er líka meinfyndið að lesa athugasemdirnar við færslu Patrick Mahomes en þar buðu margir upp á brandara á kostnað stuðningsmanns Kansas City Chiefs liðsins og borgaryfirvöldin fengu líka skot á sig líka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×