Sport

Tengdasonurinn með tilþrif á titilhátíðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Mahomes er orðin ein allra stærsta íþróttastjarna Bandaríkjanna í dag. Hann mætti með skíðagleraugu í skrúðgönguna.
Patrick Mahomes er orðin ein allra stærsta íþróttastjarna Bandaríkjanna í dag. Hann mætti með skíðagleraugu í skrúðgönguna. Getty/ David Eulitt

Patrick Mahomes er ekki aðeins frábær að henda því hann er líka frábær að grípa eins og sást í sigurskrúðgöngu Kansas City Chiefs í gær.

Super Bowl leikurinn fór fram á sunnudaginn en leikmenn Kansas City Chiefs er hvergi nærri hættir því að fagna sigrinum.

Það var mikið gaman og mikið stuð hjá leikmönnum og stuðningsmönnum NFL-meistaranna í gær þegar liðið fagnaði sigrinum í Super Bowl með því að fara í hefðbundna skrúðgöngu meistara niður í miðbæ Kansas City.


Það var reyndar mjög kalt enda hitinn undir frostmarki en það kom þó ekki í veg fyrir að fólk fjölmennti til að sjá hetjurnar sínar.

Auðvitað voru allra augu á Patrick Mahomes, stærstu hetju liðsins, og mikilvægasta leikmanni úrslitaleiksins.

Hann olli engum vonbrigðum og bauð meðal annars upp á þessi tilþrif hér fyrir neðan.


Patrick Mahomes greip þarna bjórdós með annarri hendi eins og ekkert væri sjálfsagðara og var síðan ekki lengi að afgreiða hana við mikinn fögnuð allra í kring.

Dósin kom örugglega langt að og margir hefðu ekki gripið hana, hvað þá með jafn fagmannlegum hætti og tengdasonur Mosfellsbæjar eins og við Íslendingar leyfum okkur að kalla hann.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.