Innlent

Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, leiddi kröfugöngu frá Iðnó og yfir í ráðhúsið á þriðjudaginn.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, leiddi kröfugöngu frá Iðnó og yfir í ráðhúsið á þriðjudaginn. Vísir/Arnar H

Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti.

Hún hefur sinnt verkfallsvörslu í dag og segist alls staðar hafa hlotið góðar viðtökur. Þetta er önnur vinnustöðvunin í verkfallshrinu Eflingar. Náist ekki samningar er gert ráð fyrir þremur slíkum dögum í næstu viku. Verkfallið hefur áhrif á um rúman helming leikskólabarna í borginni eða 3.500 börn.

Sólveig Anna segir engan raunverulegan samningsvilja til staðar hjá borginni en næsti fundur í deilunni er í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×