Ronaldo skoraði í tíunda leiknum í röð en Juventus tapaði | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giampaolo Pazzini fagnar sigurmarkinu gegn Juventus.
Giampaolo Pazzini fagnar sigurmarkinu gegn Juventus. vísir/getty

Cristino Ronaldo skoraði í tíunda deildarleiknum í röð þegar Juventus tapaði fyrir Verona, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta var annað tap Juventus í síðustu þremur leikjum. Inter getur jafnað Juventus að stigum á toppi deildarinnar með sigri á AC Milan annað kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 65. mínútu kom Ronaldo Juventus yfir eftir mikinn sprett. 

Portúgalinn hefur skorað í síðustu tíu deildarleikjum og er næstmarkahæstur í ítölsku deildinni með 20 mörk.



Á 76. mínútu jafnaði Fabio Borini fyrir Verona. Tíu mínútum síðar fékk Verona vítaspyrnu eftir að Leonardo Bonucci, fyrirliði Juventus, handlék boltann innan vítateigs.

Giampaolo Pazzini skoraði úr vítaspyrnunni og tryggði Verona stigin þrjú.

Verona er í 6. sæti deildarinnar með 34 stig.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira