„Lykilatriði að enginn slasaðist“ Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 18:57 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. Vélin var á leið frá Berlín til Keflavíkur með 160 farþega og sex manna áhöfn. „Um klukkan hálf fjögur í dag var ein af vélum okkar að koma inn til lendingar frá Berlín með 160 farþega og sex manna áhöfn. Lendingin er eðlileg en skömmu eftir lendingu þá gefur lendingabúnaðurinn hægra megin sig og vélin fer niður á hreyfilinn og rennur aðeins eftir flugbrautinni,“ sagði Bogi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist ánægður með störf áhafnar og viðbragðsaðila á vettvangi. „Áhöfnin okkar stóð sig mjög vel og okkar samstarfsaðilar í Keflavík. Um klukkutíma síðar voru allir komnir frá borði.“ Að sögn Boga voru 58 tengifarþegar um borð sem voru á leið í annað flug til Bandaríkjanna. Allir vildu halda ferðalaginu áfram og komast á áfangastað. „Það eru allir komnir frá borði og flestir farnir til síns heima eða á hótel hér á Íslandi sem eru að koma hingað sem ferðamenn. Farþegar sem ætluðu áfram til Bandaríkjanna eru að fara þangað á eftir,“ sagði Bogi. Hann segir þó mikilvægast að engin slys hafi orðið á fólki. „Okkar áhersla er náttúrulega að sinna okkar farþegum sem best í svona atvikum og það er lykilatriði í þessu að enginn slasaðist og þetta fór eins vel og hægt var,“ sagði Bogi. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. Vélin var á leið frá Berlín til Keflavíkur með 160 farþega og sex manna áhöfn. „Um klukkan hálf fjögur í dag var ein af vélum okkar að koma inn til lendingar frá Berlín með 160 farþega og sex manna áhöfn. Lendingin er eðlileg en skömmu eftir lendingu þá gefur lendingabúnaðurinn hægra megin sig og vélin fer niður á hreyfilinn og rennur aðeins eftir flugbrautinni,“ sagði Bogi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist ánægður með störf áhafnar og viðbragðsaðila á vettvangi. „Áhöfnin okkar stóð sig mjög vel og okkar samstarfsaðilar í Keflavík. Um klukkutíma síðar voru allir komnir frá borði.“ Að sögn Boga voru 58 tengifarþegar um borð sem voru á leið í annað flug til Bandaríkjanna. Allir vildu halda ferðalaginu áfram og komast á áfangastað. „Það eru allir komnir frá borði og flestir farnir til síns heima eða á hótel hér á Íslandi sem eru að koma hingað sem ferðamenn. Farþegar sem ætluðu áfram til Bandaríkjanna eru að fara þangað á eftir,“ sagði Bogi. Hann segir þó mikilvægast að engin slys hafi orðið á fólki. „Okkar áhersla er náttúrulega að sinna okkar farþegum sem best í svona atvikum og það er lykilatriði í þessu að enginn slasaðist og þetta fór eins vel og hægt var,“ sagði Bogi.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52
Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00