„Lykilatriði að enginn slasaðist“ Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 18:57 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. Vélin var á leið frá Berlín til Keflavíkur með 160 farþega og sex manna áhöfn. „Um klukkan hálf fjögur í dag var ein af vélum okkar að koma inn til lendingar frá Berlín með 160 farþega og sex manna áhöfn. Lendingin er eðlileg en skömmu eftir lendingu þá gefur lendingabúnaðurinn hægra megin sig og vélin fer niður á hreyfilinn og rennur aðeins eftir flugbrautinni,“ sagði Bogi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist ánægður með störf áhafnar og viðbragðsaðila á vettvangi. „Áhöfnin okkar stóð sig mjög vel og okkar samstarfsaðilar í Keflavík. Um klukkutíma síðar voru allir komnir frá borði.“ Að sögn Boga voru 58 tengifarþegar um borð sem voru á leið í annað flug til Bandaríkjanna. Allir vildu halda ferðalaginu áfram og komast á áfangastað. „Það eru allir komnir frá borði og flestir farnir til síns heima eða á hótel hér á Íslandi sem eru að koma hingað sem ferðamenn. Farþegar sem ætluðu áfram til Bandaríkjanna eru að fara þangað á eftir,“ sagði Bogi. Hann segir þó mikilvægast að engin slys hafi orðið á fólki. „Okkar áhersla er náttúrulega að sinna okkar farþegum sem best í svona atvikum og það er lykilatriði í þessu að enginn slasaðist og þetta fór eins vel og hægt var,“ sagði Bogi. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. Vélin var á leið frá Berlín til Keflavíkur með 160 farþega og sex manna áhöfn. „Um klukkan hálf fjögur í dag var ein af vélum okkar að koma inn til lendingar frá Berlín með 160 farþega og sex manna áhöfn. Lendingin er eðlileg en skömmu eftir lendingu þá gefur lendingabúnaðurinn hægra megin sig og vélin fer niður á hreyfilinn og rennur aðeins eftir flugbrautinni,“ sagði Bogi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist ánægður með störf áhafnar og viðbragðsaðila á vettvangi. „Áhöfnin okkar stóð sig mjög vel og okkar samstarfsaðilar í Keflavík. Um klukkutíma síðar voru allir komnir frá borði.“ Að sögn Boga voru 58 tengifarþegar um borð sem voru á leið í annað flug til Bandaríkjanna. Allir vildu halda ferðalaginu áfram og komast á áfangastað. „Það eru allir komnir frá borði og flestir farnir til síns heima eða á hótel hér á Íslandi sem eru að koma hingað sem ferðamenn. Farþegar sem ætluðu áfram til Bandaríkjanna eru að fara þangað á eftir,“ sagði Bogi. Hann segir þó mikilvægast að engin slys hafi orðið á fólki. „Okkar áhersla er náttúrulega að sinna okkar farþegum sem best í svona atvikum og það er lykilatriði í þessu að enginn slasaðist og þetta fór eins vel og hægt var,“ sagði Bogi.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52
Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00