Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. febrúar 2020 15:52 Mynd tekin innan úr vélinni eftir lendingu rétt fyrir klukkan fjögur. Matthildur Sigurðardóttir Boeing 757-vél Icelandair með 160 farþega og sex áhafnarmeðlimi innanborðs sem lenti klukkan 15:34 á Keflavíkurflugvelli í dag hlekktist á eftir lendingu. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum klukkan 15:45 þegar tilkynnt var um brotinn hjólabúnað á vélinni sem kom til Íslands frá Berlín. Engin slys urðu á fólki samkvæmt tilkynningu Icelandair. Einn farþeganna lýsti því við fréttastofu skömmu eftir lendingu hvernig annar hreyfill vélarinnar snerti flugbrautina en það má sömuleiðis sjá af myndunum sem fylgja fréttinni. Í myndbandinu fyrir neðan má heyra flugstjórann í vélinni tjá farþegum um möguleikann á áfallahjálp eða læknisaðstoð. Þá mynduðust eldglæringar við atvikið en eins og venja er í svona aðstæðum var vélin umsvifalaust umkringd slökkvibílum. Eftir því sem Vísir kemst næst varð hins vegar strax ljóst að enginn eldur hafði kviknað. Flugstjóri vélarinnar tjáði farþegum vélarinnar að ef einhver þyrfti á áfallahjálp eða læknisaðstoð að halda ætti að láta vita. Viðbragðs- og áfallateymi hafa jafnframt verið virkjuð að því er segir í tilkynningu Icelandair. Þá er unnið að því að koma farþegum frá borði. „Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningu flugfélagsins sem sjá má í heild sinni hér neðar í fréttinni. Eins og sjá má á myndinni snertir annar hreyfillinn flugbrautina.@leverflyer á IG Mikill vindur er á Keflavíkurflugvelli og engir landgangar í notkun. Notast hefur verið við stigabíla og rútur og hefur það gengið vel að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Tilkynning Icelandair vegna málsins: „Flugvél Icelandair frá Berlín sem lenti klukkan 15:34 í Keflavík hlekktist á eftir lendingu. Engin slys urðu á fólki og unnið er að því að koma farþegum frá borði. Viðbragðs- og áfallateymi hafa verið virkjuð. Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.“ Fréttin var uppfærð kl. 18:34. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Boeing 757-vél Icelandair með 160 farþega og sex áhafnarmeðlimi innanborðs sem lenti klukkan 15:34 á Keflavíkurflugvelli í dag hlekktist á eftir lendingu. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum klukkan 15:45 þegar tilkynnt var um brotinn hjólabúnað á vélinni sem kom til Íslands frá Berlín. Engin slys urðu á fólki samkvæmt tilkynningu Icelandair. Einn farþeganna lýsti því við fréttastofu skömmu eftir lendingu hvernig annar hreyfill vélarinnar snerti flugbrautina en það má sömuleiðis sjá af myndunum sem fylgja fréttinni. Í myndbandinu fyrir neðan má heyra flugstjórann í vélinni tjá farþegum um möguleikann á áfallahjálp eða læknisaðstoð. Þá mynduðust eldglæringar við atvikið en eins og venja er í svona aðstæðum var vélin umsvifalaust umkringd slökkvibílum. Eftir því sem Vísir kemst næst varð hins vegar strax ljóst að enginn eldur hafði kviknað. Flugstjóri vélarinnar tjáði farþegum vélarinnar að ef einhver þyrfti á áfallahjálp eða læknisaðstoð að halda ætti að láta vita. Viðbragðs- og áfallateymi hafa jafnframt verið virkjuð að því er segir í tilkynningu Icelandair. Þá er unnið að því að koma farþegum frá borði. „Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningu flugfélagsins sem sjá má í heild sinni hér neðar í fréttinni. Eins og sjá má á myndinni snertir annar hreyfillinn flugbrautina.@leverflyer á IG Mikill vindur er á Keflavíkurflugvelli og engir landgangar í notkun. Notast hefur verið við stigabíla og rútur og hefur það gengið vel að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Tilkynning Icelandair vegna málsins: „Flugvél Icelandair frá Berlín sem lenti klukkan 15:34 í Keflavík hlekktist á eftir lendingu. Engin slys urðu á fólki og unnið er að því að koma farþegum frá borði. Viðbragðs- og áfallateymi hafa verið virkjuð. Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.“ Fréttin var uppfærð kl. 18:34.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira