Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 19:29 Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leitar til BUGL hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum hefur verið ákveðið að leggja niður transteymið. Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir þjónustu þó enn vera fyrir hendi. Bara ekki í teymi heldur á göngudeild. „Við höfum bara ekki fólk sem skýrist eðal annars af því að Landspítali er orðinn láglaunasvæði. Við fáum ekki fólk og það sem er hér fer annað vegna launanna.“ Foreldrum þeirra 48 barna sem nú fá meðferð hjá BUGL var tilkynnt um breytingarnar í byrjun árs. Þrjár mæður segja í viðtali við Mannlíf að það sé mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um þennan hóp. Börnin glími oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir fjórtán ára trans drengs sem bíður meðferðar hjá BUGL, segir þau mæðgin hafa vonast til að komast að nú fljótlega eftir áramót. „Svo fréttum við bæði að það sé ekkert transteymi til lengur og þá tekur við gífurleg óvissa. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvernig mér líður en barninu líður gífurlega illa. Hann er í mikilli óvissu, að bíða og bíða án þess að vita hvað gerist. Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir 14 ára transdrengs, segir mikið áfall að búið sé að leggja niður transteymi BUGL.vísir/baldur Í fyrra voru lög um kynrænt sjálfræði samþykkt þar sem skýrt er tekið fram að þverfaglegt teymi skuli sinna transbörnum. Þótt um lögbundna þjónustu sé að ræða fylgdi ekkert fjármagn lagasetningunni. Nú mun trans börnum vera sinnt á göngudeild ásamt öðrum börnum. Guðrún segir að nýta þurfi allt starfsfólk til að sinna þeim börnum, næg séu verkefnin og 102 börn á biðlista. Ef starsfólk er sett sérstaklega í transteymið þá bitni það á annarri starfsemi. Anna Sigríður segir mikinn mun fyrir drenginn sinn að fara í sérhæft teymi eða á almenna göngudeild. „Auðvitað hefði verið best að það væri hópur fólk sem við myndum kynnast, sem við fengjum að ganga í gegnum þetta verkefni með og héldi svona í hendina á okkur,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst bara að heilbrigðisyfirvöld þurfi að hysja upp um sig.“ Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Sjá meira
Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leitar til BUGL hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum hefur verið ákveðið að leggja niður transteymið. Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir þjónustu þó enn vera fyrir hendi. Bara ekki í teymi heldur á göngudeild. „Við höfum bara ekki fólk sem skýrist eðal annars af því að Landspítali er orðinn láglaunasvæði. Við fáum ekki fólk og það sem er hér fer annað vegna launanna.“ Foreldrum þeirra 48 barna sem nú fá meðferð hjá BUGL var tilkynnt um breytingarnar í byrjun árs. Þrjár mæður segja í viðtali við Mannlíf að það sé mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um þennan hóp. Börnin glími oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir fjórtán ára trans drengs sem bíður meðferðar hjá BUGL, segir þau mæðgin hafa vonast til að komast að nú fljótlega eftir áramót. „Svo fréttum við bæði að það sé ekkert transteymi til lengur og þá tekur við gífurleg óvissa. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvernig mér líður en barninu líður gífurlega illa. Hann er í mikilli óvissu, að bíða og bíða án þess að vita hvað gerist. Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir 14 ára transdrengs, segir mikið áfall að búið sé að leggja niður transteymi BUGL.vísir/baldur Í fyrra voru lög um kynrænt sjálfræði samþykkt þar sem skýrt er tekið fram að þverfaglegt teymi skuli sinna transbörnum. Þótt um lögbundna þjónustu sé að ræða fylgdi ekkert fjármagn lagasetningunni. Nú mun trans börnum vera sinnt á göngudeild ásamt öðrum börnum. Guðrún segir að nýta þurfi allt starfsfólk til að sinna þeim börnum, næg séu verkefnin og 102 börn á biðlista. Ef starsfólk er sett sérstaklega í transteymið þá bitni það á annarri starfsemi. Anna Sigríður segir mikinn mun fyrir drenginn sinn að fara í sérhæft teymi eða á almenna göngudeild. „Auðvitað hefði verið best að það væri hópur fólk sem við myndum kynnast, sem við fengjum að ganga í gegnum þetta verkefni með og héldi svona í hendina á okkur,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst bara að heilbrigðisyfirvöld þurfi að hysja upp um sig.“
Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Sjá meira
Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30