Innlent

Mannréttindadómstóllinn og verkfallsaðgerðir Eflingar í Víglínunni

Andri Eysteinsson skrifar

Í vikunni fór fram málflutningur í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. Þær Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, fylgdust með málflutningnum í Strassborg og mætast í þjóðmálaþættinum Víglínunni klukkan 17:40 á Stöð 2 í dag.

Kjaramálin hafa jafnframt verið í brennidepli í vikunni en félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófu verkfallsaðgerðir sem halda að óbreyttu áfram í næstu viku. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, verða gestir Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns í síðari hluta þáttarins þar sem tekist verður á um kjaramálin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×