Innlent

Mannréttindadómstóllinn og verkfallsaðgerðir Eflingar í Víglínunni

Andri Eysteinsson skrifar

Í vikunni fór fram málflutningur í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. Þær Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, fylgdust með málflutningnum í Strassborg og mætast í þjóðmálaþættinum Víglínunni klukkan 17:40 á Stöð 2 í dag.

Kjaramálin hafa jafnframt verið í brennidepli í vikunni en félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófu verkfallsaðgerðir sem halda að óbreyttu áfram í næstu viku. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, verða gestir Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns í síðari hluta þáttarins þar sem tekist verður á um kjaramálin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.