Reyndi að bana lögregluþjónum í tveimur mismunandi árásum Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2020 17:54 Árásarmaðurinn á langan sakaferil að baki. AP/NYPD Maður gekk inn á lögreglustöð í New York í dag og hóf þar skothríð. Nokkrum klukkustundum áður hafði hann sömuleiðis skotið á lögregluþjóna þar sem hann sat fyrir þeim annars staðar í borginni. Tveir lögregluþjónar særðust í árásunum, einn í hvort skipti, en báðir munu ná sér að fullu. Árásarmaðurinn var handtekinn en hann gafst upp eftir að hann hafði skotið öllum skotum sínum. Dermot Shea, yfirmaður lögreglunnar, sagði á blaðamannafundi í dag að maðurinn, sem Shea kallaði heigul, hefði reynt að ráða lögregluþjóna af dögum. Árásarmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur en hann á langan sakaferil að baki. Honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn árið 2017 eftir að hann var dæmdur fyrir morðtilraun. The coward from this morning’s shooting was quickly taken into custody. We are confident he’s responsible for last night’s shooting, as well. Below is a picture of the firearm recovered & believed to have been used in these attacks. The investigation is active & ongoing. pic.twitter.com/aCscRwDC2P— Commissioner Shea (@NYPDShea) February 9, 2020 Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sló á svipaða strengi og Shea á blaðamannafundinum í dag og sagði að árásarmaðurinn hafi reynt að ráða lögregluþjóna af dögum. Shea sagði að í fyrri árásinni hefði maðurinn gengið upp að tveimur lögregluþjónum þar sem þeir sátu í bíl. Hann hefði spurt þá til vegar og svo dregið upp byssu og skotið inn í bílinn. Hann særði lögregluþjóninn sem sat við stýrið á hálsi. Shea sagði það mikla lukku að hann hefði ekki hæft slagæðar í hálsi lögregluþjónsins. Þeir svöruðu skothríðinni ekki og þess í stað keyrði hinn lögregluþjónninn rakleiðis á næsta sjúkrahús. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti um árásirnar í dag. Hann notaði tækifærið til að skjóta á ríkisstjóra og borgarstjóra New York, sem eru báðir Demókratar. I grew up in New York City and, over many years, got to watch how GREAT NYC’s “Finest” are. Now, because of weak leadership at Governor & Mayor, stand away (water thrown at them) regulations, and lack of support, our wonderful NYC police are under assault. Stop this now!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 9, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Maður gekk inn á lögreglustöð í New York í dag og hóf þar skothríð. Nokkrum klukkustundum áður hafði hann sömuleiðis skotið á lögregluþjóna þar sem hann sat fyrir þeim annars staðar í borginni. Tveir lögregluþjónar særðust í árásunum, einn í hvort skipti, en báðir munu ná sér að fullu. Árásarmaðurinn var handtekinn en hann gafst upp eftir að hann hafði skotið öllum skotum sínum. Dermot Shea, yfirmaður lögreglunnar, sagði á blaðamannafundi í dag að maðurinn, sem Shea kallaði heigul, hefði reynt að ráða lögregluþjóna af dögum. Árásarmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur en hann á langan sakaferil að baki. Honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn árið 2017 eftir að hann var dæmdur fyrir morðtilraun. The coward from this morning’s shooting was quickly taken into custody. We are confident he’s responsible for last night’s shooting, as well. Below is a picture of the firearm recovered & believed to have been used in these attacks. The investigation is active & ongoing. pic.twitter.com/aCscRwDC2P— Commissioner Shea (@NYPDShea) February 9, 2020 Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sló á svipaða strengi og Shea á blaðamannafundinum í dag og sagði að árásarmaðurinn hafi reynt að ráða lögregluþjóna af dögum. Shea sagði að í fyrri árásinni hefði maðurinn gengið upp að tveimur lögregluþjónum þar sem þeir sátu í bíl. Hann hefði spurt þá til vegar og svo dregið upp byssu og skotið inn í bílinn. Hann særði lögregluþjóninn sem sat við stýrið á hálsi. Shea sagði það mikla lukku að hann hefði ekki hæft slagæðar í hálsi lögregluþjónsins. Þeir svöruðu skothríðinni ekki og þess í stað keyrði hinn lögregluþjónninn rakleiðis á næsta sjúkrahús. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti um árásirnar í dag. Hann notaði tækifærið til að skjóta á ríkisstjóra og borgarstjóra New York, sem eru báðir Demókratar. I grew up in New York City and, over many years, got to watch how GREAT NYC’s “Finest” are. Now, because of weak leadership at Governor & Mayor, stand away (water thrown at them) regulations, and lack of support, our wonderful NYC police are under assault. Stop this now!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 9, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira