Ástæða þess að útlit var fyrir að Grímsvatnahlaup væri hafið fyrir helgina er nú fundin, en staur sem GPS-mælir er festu á var farinn að halla og því leit út fyrir að yfirborð væri að lækka og hlaup því að hefjast. Sérfræðingar fóru í gær með þyrlu Landhelgisgæslunnar upp á Grímsfjall og þá kom þetta í ljós en sérfræðinga hafði raunar grunað að biluðum mæli væri um að kenna.
Það kom síðan í ljós að snjór í kringum staurinn hafði bráðnað og því tók hann að halla en greint er frá málin í Morgunblaðinu í dag.
Því var um svokallaða falska viðvörun að ræða eins og segir í blaðinu og virðist allt með kyrrum kjörum á svæðinu og engin merki um að hlaup sé að hefjast. Raunar segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur í samtali við blaðið að meira áhyggjuefni sé mögulegt gos á svæðinu á þessari stundu.