Koeman gæti tekið við Börsungum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 21:15 Ronald Koeman gæti orðið næsti þjálfari Barcelona. vísir/getty Svo virðist sem Quique Setien – þjálfari spænska úrvalsdeildarfélagsins Barcelona – fái sparkið hvað á hverju ef marka má breska ríkisútvarpið, BBC, og Guillem Balague, sérfræðings um spænska boltann. Arftaki hans verður að öllum líkindum Ronald Koeman, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi landsliðsþjálfari Hollands. Setien hefur aðeins verið hjá Börsungum síðan í janúar á þessu ári. Undir hans stjórn missti liðið toppsætið í spænsku deildinni og beið svo afhroð gegn Bayern Munich í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hans tími virðist nú liðinn. Balague segir að Börsungar hafi talað við Maurico Pochettino, fyrrum þjálfara, Tottenham Hotspur en Koeman ku vera vinsælla val enda fyrrum leikmaður félagsins og af hinum margrómaða hollenska þjálfara skóla. „Stjórnin mun hittast á morgun og verður Setien rekinn í kjölfarið. Þeir þurfa að vera fljótir að finna sér nýjan þjálfara þar sem undirbúningstímabilið hefst eftir aðeins tvær vikur,“ sagði Balague. „Nafn hans mun að gera flest alla sem koma að félaginu ánægða,“ sagði Balague einnig um Koeman. Koeman spilaði við góðan orðstír hjá Börsungum frá árinu 1989 til 1995. Undanfarin tvö ár hefur hann stýrt hollenska landsliðinu. Þar áður þjálfaði hann Southampton og Everton í ensku úrvalsdeildinni. Þá var hann aðstoðarþjálfari Börsunga frá árinu 1998 til 2000. Hvort ráðning Koeman gæti breytt skoðun Lionel Messi verður að koma í ljós en talið er að argentíski snillingurinn vilji yfirgefa félagið eftir slakt gengi og vondar ákvarðanir stjórnar félagsins undanfarin misseri. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15 Hvert er næsta skref hjá Barcelona? Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. 16. ágúst 2020 10:45 Meistaradeildarmartröð Börsunga náði hámarki í gærkvöld Tapið gegn Roma var slæmt, tapið gegn Liverpool var verra en tapið í gær sló þeim báðum við. 15. ágúst 2020 15:00 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Svo virðist sem Quique Setien – þjálfari spænska úrvalsdeildarfélagsins Barcelona – fái sparkið hvað á hverju ef marka má breska ríkisútvarpið, BBC, og Guillem Balague, sérfræðings um spænska boltann. Arftaki hans verður að öllum líkindum Ronald Koeman, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi landsliðsþjálfari Hollands. Setien hefur aðeins verið hjá Börsungum síðan í janúar á þessu ári. Undir hans stjórn missti liðið toppsætið í spænsku deildinni og beið svo afhroð gegn Bayern Munich í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hans tími virðist nú liðinn. Balague segir að Börsungar hafi talað við Maurico Pochettino, fyrrum þjálfara, Tottenham Hotspur en Koeman ku vera vinsælla val enda fyrrum leikmaður félagsins og af hinum margrómaða hollenska þjálfara skóla. „Stjórnin mun hittast á morgun og verður Setien rekinn í kjölfarið. Þeir þurfa að vera fljótir að finna sér nýjan þjálfara þar sem undirbúningstímabilið hefst eftir aðeins tvær vikur,“ sagði Balague. „Nafn hans mun að gera flest alla sem koma að félaginu ánægða,“ sagði Balague einnig um Koeman. Koeman spilaði við góðan orðstír hjá Börsungum frá árinu 1989 til 1995. Undanfarin tvö ár hefur hann stýrt hollenska landsliðinu. Þar áður þjálfaði hann Southampton og Everton í ensku úrvalsdeildinni. Þá var hann aðstoðarþjálfari Börsunga frá árinu 1998 til 2000. Hvort ráðning Koeman gæti breytt skoðun Lionel Messi verður að koma í ljós en talið er að argentíski snillingurinn vilji yfirgefa félagið eftir slakt gengi og vondar ákvarðanir stjórnar félagsins undanfarin misseri.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15 Hvert er næsta skref hjá Barcelona? Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. 16. ágúst 2020 10:45 Meistaradeildarmartröð Börsunga náði hámarki í gærkvöld Tapið gegn Roma var slæmt, tapið gegn Liverpool var verra en tapið í gær sló þeim báðum við. 15. ágúst 2020 15:00 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15
Hvert er næsta skref hjá Barcelona? Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. 16. ágúst 2020 10:45
Meistaradeildarmartröð Börsunga náði hámarki í gærkvöld Tapið gegn Roma var slæmt, tapið gegn Liverpool var verra en tapið í gær sló þeim báðum við. 15. ágúst 2020 15:00