Innlent

Fallbyssukúla fannst í kjallara í Eyjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Fallbyssukúlan er líklegast frá tímum síðari heimsstyrjaldar.
Fallbyssukúlan er líklegast frá tímum síðari heimsstyrjaldar. LHG/Óskar Pétur Friðriksson

Tveir liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar og sprengjusveitar Ríkislögreglustjóra fóru til Vestmannaeyja í dag eftir að fallbyssukúla fannst í kjallara Byggðasafnsins þar. Starfsmenn fundu fallbyssukúluna á dögunum og höfðu samband við Landhelgisgæsluna. Enginn þekkti uppruna kúlunnar og var því ekki hægt að segja til um hvort hún væri virk.

Sérfræðingarnir tveir byrjuðu á því að skoða kúluna og mæla hana, fyrst með þykktarmáli og síðan með röntgentæki. Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sýndi röntgentækið að kúlan var gegnheil og örugg til flutnings.

Hún var tekin með til Reykjavíkur og í dag og verður mat lagt á uppruna hennar. Líklegast þykir að hún sé frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×