Gætu fellt niður morðákæru á hendur rússneskum systrum Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2020 12:06 Mál systranna hefur vakið mikla athygli og er sagt vera skýrt dæmi um erfiða stöðu þeirra kvenna sem búa við heimilisofbeldi. Vísir/Getty Verjendur þriggja rússneskra systra sem drápu föður sinn segja líklegt að ákæruvaldið muni breyta morðákæru í að um „nauðsynlega sjálfsvörn“ hafi verið að ræða. Ákvörðun saksóknara gæti leitt til þess að málið á hendur Khachaturyan-systrunum verði fellt niður. BBC segir frá þessu. Khachaturyan-systurnar stungu 57 ára gamlan föður sinn til bana í júlí 2018 þar sem hann lá sofandi, en systurnar voru þá sautján, átján og nítján ára gamlar. Faðirinn hafði þá beitt systurnar ofbeldi og misnotað þær kynferðislega um árabil. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi og víðar, þar sem margir Rússar hafa hvatt til þess að málið verði fellt niður. Ekki hafi verið um einangrað tilvik varðandi ofbeldi föðurins að ræða og fá úrræði hafi verið í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. BBC segir frá því að rúmlega 350 þúsund manns hafi skrifað undir plagg til stuðnings systrunum og hefur málið mikið verið til umræðu í tengslum við lagabreytingar er varða viðurlög vegna heimilisofbeldis. Er búist við að hert löggjöf taki gildi í Rússlandi síðar á þessu ári. Krestina, Angelina og Maria Khachaturyan hafa átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi vegna drápsins. Verjandi systranna segir þær nú dvelja á ólíkum stöðum, vera frjálsar ferða sinna, en að þeim sé meinað að ræða hver við aðra, við fjölmiðla eða aðra sem málinu tengjast. Rússland Tengdar fréttir Rússneskar systur grunaðar um morð á ofbeldisfullum föður Khachaturyan-systurnar hafa játað verknaðinn. 3. ágúst 2018 15:19 Hundruð þúsunda styðja systur sem myrtu ofbeldisfullan föður sinn Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. 11. júlí 2019 21:47 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Verjendur þriggja rússneskra systra sem drápu föður sinn segja líklegt að ákæruvaldið muni breyta morðákæru í að um „nauðsynlega sjálfsvörn“ hafi verið að ræða. Ákvörðun saksóknara gæti leitt til þess að málið á hendur Khachaturyan-systrunum verði fellt niður. BBC segir frá þessu. Khachaturyan-systurnar stungu 57 ára gamlan föður sinn til bana í júlí 2018 þar sem hann lá sofandi, en systurnar voru þá sautján, átján og nítján ára gamlar. Faðirinn hafði þá beitt systurnar ofbeldi og misnotað þær kynferðislega um árabil. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi og víðar, þar sem margir Rússar hafa hvatt til þess að málið verði fellt niður. Ekki hafi verið um einangrað tilvik varðandi ofbeldi föðurins að ræða og fá úrræði hafi verið í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. BBC segir frá því að rúmlega 350 þúsund manns hafi skrifað undir plagg til stuðnings systrunum og hefur málið mikið verið til umræðu í tengslum við lagabreytingar er varða viðurlög vegna heimilisofbeldis. Er búist við að hert löggjöf taki gildi í Rússlandi síðar á þessu ári. Krestina, Angelina og Maria Khachaturyan hafa átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi vegna drápsins. Verjandi systranna segir þær nú dvelja á ólíkum stöðum, vera frjálsar ferða sinna, en að þeim sé meinað að ræða hver við aðra, við fjölmiðla eða aðra sem málinu tengjast.
Rússland Tengdar fréttir Rússneskar systur grunaðar um morð á ofbeldisfullum föður Khachaturyan-systurnar hafa játað verknaðinn. 3. ágúst 2018 15:19 Hundruð þúsunda styðja systur sem myrtu ofbeldisfullan föður sinn Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. 11. júlí 2019 21:47 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Rússneskar systur grunaðar um morð á ofbeldisfullum föður Khachaturyan-systurnar hafa játað verknaðinn. 3. ágúst 2018 15:19
Hundruð þúsunda styðja systur sem myrtu ofbeldisfullan föður sinn Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. 11. júlí 2019 21:47