Hundruð þúsunda styðja systur sem myrtu ofbeldisfullan föður sinn Sylvía Hall skrifar 11. júlí 2019 21:47 Mál systranna hefur vakið mikla athygli og er sagt vera skýrt dæmi um erfiða stöðu þeirra kvenna sem búa við heimilisofbeldi. Vísir/Getty Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. Faðir þeirra, Mikhail Khachaturyan, hafði beitt þær ofbeldi árum saman og misnotað þær kynferðislega. Reuters greinir frá. Þann 27. júlí fyrir tæplega ári síðan hringdu systurnar í lögreglu og sögðust hafa drepið föður sinn í sjálfsvörn eftir að hann hafði reynt að ráðast á þær. Seinna kom í ljós að faðir þeirra hafði verið sofandi þegar þær réðust á hann vopnaðar piparúða, hnífi og hamri. Systurnar eru í dag 18, 19 og 20 ára gamlar og segja margir mál þeirra vera skýrt dæmi um hvernig réttarkerfið í Rússlandi hundsar heimilisofbeldi. Þá vilja margir meina að réttindi kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi séu aðeins að versna með tímanum en árið 2017 var refsinæmi þess að beita fjölskyldumeðlim ofbeldi fellt úr lögum og eru hámarksviðurlög sekt, svo lengi sem ofbeldið á sér ekki stað oftar en einu sinni á ári.Systurnar voru allar undir tvítugu þegar morðið var framið.Vísir/GettyMargar konur sagðar í svipaðri stöðu Yfir 230 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem lýst er yfir stuðningi við systurnar. Kallað er eftir því að ákærur gegn þeim verði felldar niður þar sem ekki er um einangrað tilvik að ræða og fá úrræði í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Þá söfnuðust um það bil tvö hundruð manns, mestmegnis ungar konur, saman á skemmtistað í höfuðborginni Moskvu þar sem ljóðalestur fór fram þeim til stuðnings. Lögmaður systranna segir þær hafa verið að glíma við áfallastreituröskun þegar þær frömdu morðið. Þær hafi íhugað að flýja vettvang en óttuðust afleiðingarnar ef þeim yrði náð. Þá segir hann nágranna þeirra hafa tilkynnt ofbeldi föður þeirra til lögreglu margoft en það hafi aldrei verið tekið til rannsóknar. Í vikunni úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu að Rússland hefði ekki sinnt skyldum sínum til þess að vernda fórnarlamb heimilisofbeldis. Um var að ræða konu sem bjó við ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka síns sem meðal annars rændi henni og áreitti hana um nokkurt skeið. Rússland Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. Faðir þeirra, Mikhail Khachaturyan, hafði beitt þær ofbeldi árum saman og misnotað þær kynferðislega. Reuters greinir frá. Þann 27. júlí fyrir tæplega ári síðan hringdu systurnar í lögreglu og sögðust hafa drepið föður sinn í sjálfsvörn eftir að hann hafði reynt að ráðast á þær. Seinna kom í ljós að faðir þeirra hafði verið sofandi þegar þær réðust á hann vopnaðar piparúða, hnífi og hamri. Systurnar eru í dag 18, 19 og 20 ára gamlar og segja margir mál þeirra vera skýrt dæmi um hvernig réttarkerfið í Rússlandi hundsar heimilisofbeldi. Þá vilja margir meina að réttindi kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi séu aðeins að versna með tímanum en árið 2017 var refsinæmi þess að beita fjölskyldumeðlim ofbeldi fellt úr lögum og eru hámarksviðurlög sekt, svo lengi sem ofbeldið á sér ekki stað oftar en einu sinni á ári.Systurnar voru allar undir tvítugu þegar morðið var framið.Vísir/GettyMargar konur sagðar í svipaðri stöðu Yfir 230 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem lýst er yfir stuðningi við systurnar. Kallað er eftir því að ákærur gegn þeim verði felldar niður þar sem ekki er um einangrað tilvik að ræða og fá úrræði í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Þá söfnuðust um það bil tvö hundruð manns, mestmegnis ungar konur, saman á skemmtistað í höfuðborginni Moskvu þar sem ljóðalestur fór fram þeim til stuðnings. Lögmaður systranna segir þær hafa verið að glíma við áfallastreituröskun þegar þær frömdu morðið. Þær hafi íhugað að flýja vettvang en óttuðust afleiðingarnar ef þeim yrði náð. Þá segir hann nágranna þeirra hafa tilkynnt ofbeldi föður þeirra til lögreglu margoft en það hafi aldrei verið tekið til rannsóknar. Í vikunni úrskurðaði Mannréttindadómstóll Evrópu að Rússland hefði ekki sinnt skyldum sínum til þess að vernda fórnarlamb heimilisofbeldis. Um var að ræða konu sem bjó við ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka síns sem meðal annars rændi henni og áreitti hana um nokkurt skeið.
Rússland Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira