Ronaldo fór á mikið flug eftir að Messi fékk Gullboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 14:15 Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu á móti Parma í gær. Getty/Marco Canoniero Cristiano Ronaldo var frekar rólegur framan af tímabili með Juventus en frammistaða hans í síðustu leikjum hefur verið hreinlega mögnuð. Það lítur út fyrir að verðlaunahátíð í byrjun desember hafi eitthvað með þetta að gera. Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus í gær og tryggði liðinu ekki aðeins 2-1 sigur á Parma heldur einnig fjögurra stiga forskot á toppi Seríu A. Ronaldo hefur þar með skorað ellefu mörk í síðustu sjö deildarleikjum og er orðinn næstmarkahæstur í deildinni. 11 goals in his last 7 league games. Ronaldo turns 35 in a few weeks pic.twitter.com/n94EAXO4EO— B/R Football (@brfootball) January 19, 2020 Það er hægt að velta því fyrir sér hvað hafi kveikt svona í Portúgalanum fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan en það er eitt sem virðist blasa við. Cristiano Ronaldo fór nefnilega á þetta flug um leið og Lionel Messi fékk sjötta Gullboltann frá France Football og var þar með búinn að fá einum Gullbolta meira á ferlinum en Ronaldo. Lionel Messi fékk 686 stig í kjörinu eða meira en tvö hundruð stigum meira en Cristiano Ronaldo sem varð að sætta sig við þriðja sætið á eftir Virgil van Dijk. Eftir kjörið talaði Messi meira segja um það að Sadio Mané hefði mátt vera ofar í kjörinu en hann var fjórði á eftir Ronaldo. Kjörið var 2. desember og Cristiano Ronaldo ákvað að mæta ekki þegar hann frétti af því að hann myndi ekki vinna. Cristiano Ronaldo skoraði í leik sínum 1. desember en var þá væntanlega búinn að ákveða það að mæta ekki á verðlaunhátíðina. Áður en jólamánuðurinn gekk í garð þá var Ronaldo búinn að skora 6 mörk í 15 leikjum í deild og Meistaradeild. Ekkert skelfilegar tölur en ekkert í líkingu við það sem við eigum að venjast frá CR7. Frá 1. desember síðastliðnum hefur enginn ráðið við kappann. Með mörkunum í gær hefur hann skorað 12 mörk í síðustu átta leikjum í Seríu A og Meistaradeild. Hann er búinn að skora í öllum átta leikjunum, þrennu í einum leikjanna og tvennu í tveimur. Enn á ný lítur út fyrir að Cristiano Ronaldo sé að sanna sig enn á ný í samanburðinum við Lionel Messi. Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Sjá meira
Cristiano Ronaldo var frekar rólegur framan af tímabili með Juventus en frammistaða hans í síðustu leikjum hefur verið hreinlega mögnuð. Það lítur út fyrir að verðlaunahátíð í byrjun desember hafi eitthvað með þetta að gera. Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus í gær og tryggði liðinu ekki aðeins 2-1 sigur á Parma heldur einnig fjögurra stiga forskot á toppi Seríu A. Ronaldo hefur þar með skorað ellefu mörk í síðustu sjö deildarleikjum og er orðinn næstmarkahæstur í deildinni. 11 goals in his last 7 league games. Ronaldo turns 35 in a few weeks pic.twitter.com/n94EAXO4EO— B/R Football (@brfootball) January 19, 2020 Það er hægt að velta því fyrir sér hvað hafi kveikt svona í Portúgalanum fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan en það er eitt sem virðist blasa við. Cristiano Ronaldo fór nefnilega á þetta flug um leið og Lionel Messi fékk sjötta Gullboltann frá France Football og var þar með búinn að fá einum Gullbolta meira á ferlinum en Ronaldo. Lionel Messi fékk 686 stig í kjörinu eða meira en tvö hundruð stigum meira en Cristiano Ronaldo sem varð að sætta sig við þriðja sætið á eftir Virgil van Dijk. Eftir kjörið talaði Messi meira segja um það að Sadio Mané hefði mátt vera ofar í kjörinu en hann var fjórði á eftir Ronaldo. Kjörið var 2. desember og Cristiano Ronaldo ákvað að mæta ekki þegar hann frétti af því að hann myndi ekki vinna. Cristiano Ronaldo skoraði í leik sínum 1. desember en var þá væntanlega búinn að ákveða það að mæta ekki á verðlaunhátíðina. Áður en jólamánuðurinn gekk í garð þá var Ronaldo búinn að skora 6 mörk í 15 leikjum í deild og Meistaradeild. Ekkert skelfilegar tölur en ekkert í líkingu við það sem við eigum að venjast frá CR7. Frá 1. desember síðastliðnum hefur enginn ráðið við kappann. Með mörkunum í gær hefur hann skorað 12 mörk í síðustu átta leikjum í Seríu A og Meistaradeild. Hann er búinn að skora í öllum átta leikjunum, þrennu í einum leikjanna og tvennu í tveimur. Enn á ný lítur út fyrir að Cristiano Ronaldo sé að sanna sig enn á ný í samanburðinum við Lionel Messi.
Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Sjá meira