Ronaldo fór á mikið flug eftir að Messi fékk Gullboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 14:15 Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu á móti Parma í gær. Getty/Marco Canoniero Cristiano Ronaldo var frekar rólegur framan af tímabili með Juventus en frammistaða hans í síðustu leikjum hefur verið hreinlega mögnuð. Það lítur út fyrir að verðlaunahátíð í byrjun desember hafi eitthvað með þetta að gera. Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus í gær og tryggði liðinu ekki aðeins 2-1 sigur á Parma heldur einnig fjögurra stiga forskot á toppi Seríu A. Ronaldo hefur þar með skorað ellefu mörk í síðustu sjö deildarleikjum og er orðinn næstmarkahæstur í deildinni. 11 goals in his last 7 league games. Ronaldo turns 35 in a few weeks pic.twitter.com/n94EAXO4EO— B/R Football (@brfootball) January 19, 2020 Það er hægt að velta því fyrir sér hvað hafi kveikt svona í Portúgalanum fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan en það er eitt sem virðist blasa við. Cristiano Ronaldo fór nefnilega á þetta flug um leið og Lionel Messi fékk sjötta Gullboltann frá France Football og var þar með búinn að fá einum Gullbolta meira á ferlinum en Ronaldo. Lionel Messi fékk 686 stig í kjörinu eða meira en tvö hundruð stigum meira en Cristiano Ronaldo sem varð að sætta sig við þriðja sætið á eftir Virgil van Dijk. Eftir kjörið talaði Messi meira segja um það að Sadio Mané hefði mátt vera ofar í kjörinu en hann var fjórði á eftir Ronaldo. Kjörið var 2. desember og Cristiano Ronaldo ákvað að mæta ekki þegar hann frétti af því að hann myndi ekki vinna. Cristiano Ronaldo skoraði í leik sínum 1. desember en var þá væntanlega búinn að ákveða það að mæta ekki á verðlaunhátíðina. Áður en jólamánuðurinn gekk í garð þá var Ronaldo búinn að skora 6 mörk í 15 leikjum í deild og Meistaradeild. Ekkert skelfilegar tölur en ekkert í líkingu við það sem við eigum að venjast frá CR7. Frá 1. desember síðastliðnum hefur enginn ráðið við kappann. Með mörkunum í gær hefur hann skorað 12 mörk í síðustu átta leikjum í Seríu A og Meistaradeild. Hann er búinn að skora í öllum átta leikjunum, þrennu í einum leikjanna og tvennu í tveimur. Enn á ný lítur út fyrir að Cristiano Ronaldo sé að sanna sig enn á ný í samanburðinum við Lionel Messi. Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira
Cristiano Ronaldo var frekar rólegur framan af tímabili með Juventus en frammistaða hans í síðustu leikjum hefur verið hreinlega mögnuð. Það lítur út fyrir að verðlaunahátíð í byrjun desember hafi eitthvað með þetta að gera. Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus í gær og tryggði liðinu ekki aðeins 2-1 sigur á Parma heldur einnig fjögurra stiga forskot á toppi Seríu A. Ronaldo hefur þar með skorað ellefu mörk í síðustu sjö deildarleikjum og er orðinn næstmarkahæstur í deildinni. 11 goals in his last 7 league games. Ronaldo turns 35 in a few weeks pic.twitter.com/n94EAXO4EO— B/R Football (@brfootball) January 19, 2020 Það er hægt að velta því fyrir sér hvað hafi kveikt svona í Portúgalanum fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan en það er eitt sem virðist blasa við. Cristiano Ronaldo fór nefnilega á þetta flug um leið og Lionel Messi fékk sjötta Gullboltann frá France Football og var þar með búinn að fá einum Gullbolta meira á ferlinum en Ronaldo. Lionel Messi fékk 686 stig í kjörinu eða meira en tvö hundruð stigum meira en Cristiano Ronaldo sem varð að sætta sig við þriðja sætið á eftir Virgil van Dijk. Eftir kjörið talaði Messi meira segja um það að Sadio Mané hefði mátt vera ofar í kjörinu en hann var fjórði á eftir Ronaldo. Kjörið var 2. desember og Cristiano Ronaldo ákvað að mæta ekki þegar hann frétti af því að hann myndi ekki vinna. Cristiano Ronaldo skoraði í leik sínum 1. desember en var þá væntanlega búinn að ákveða það að mæta ekki á verðlaunhátíðina. Áður en jólamánuðurinn gekk í garð þá var Ronaldo búinn að skora 6 mörk í 15 leikjum í deild og Meistaradeild. Ekkert skelfilegar tölur en ekkert í líkingu við það sem við eigum að venjast frá CR7. Frá 1. desember síðastliðnum hefur enginn ráðið við kappann. Með mörkunum í gær hefur hann skorað 12 mörk í síðustu átta leikjum í Seríu A og Meistaradeild. Hann er búinn að skora í öllum átta leikjunum, þrennu í einum leikjanna og tvennu í tveimur. Enn á ný lítur út fyrir að Cristiano Ronaldo sé að sanna sig enn á ný í samanburðinum við Lionel Messi.
Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira