Fótbolti

Cloé Lacasse komin með tuttugu mörk og þriggja marka forskot

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cloé Lacasse braut tuttugu marka múrinn í portúgölsku deildinni í gær.
Cloé Lacasse braut tuttugu marka múrinn í portúgölsku deildinni í gær. Mynd/Instagram/cloe_lacasse

Kandadíska-íslenska knattspyrnukonan Cloé Lacasse var enn á ný á skotskónum með Benfica í portúgölsku deildinni um helgina.

Cloé Lacasse skoraði þá tvívegis í 6-0 sigri Benfica á Ovarense. Benfica er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar.

Cloé er þar með kominn með 20 mörk í 11 deildarleikjum á leiktíðinni og er hún nú komin með þriggja marka forskot á toppi markalistans.

Cloé hefur spilað ellefu af þrettán leikjum liðsins á leiktíðinni en hefur samt skorað þremur mörkum meira en liðsfélagi sinn Darlene sem er með 17 mörk í 12 leikjum.

Cloé skoraði annað og fjórða mark Benfica í leiknum en mörkin hennar komu á 28. og 47. mínútu leiksins. Darlene tókst ekki að skora í leiknum í gær.

Cloé Lacasse hefur ekki enn spilað með íslenska landsliðinu en það breytist vonandi á þessu ári. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Cloé Lacasse endar árið með 27 deildarmörk

Cloé Lacasse fer í jólafríið með fimmtán mörk fyrir Benfica í portúgölsku deildinni en síðasti leikur fyrir jólahátíðina fór fram um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×