Fótbolti

Cloé Lacasse endar árið með 27 deildarmörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cloé Lacasse var á skotskónum í tveimur deildum á árinu 2019.
Cloé Lacasse var á skotskónum í tveimur deildum á árinu 2019. Mynd/Instagram/slbenficafeminino

Cloé Lacasse fer í jólafríið með fimmtán mörk fyrir Benfica í portúgölsku deildinni en síðasti leikur fyrir jólahátíðina fór fram um síðustu helgi.

CloéLacasse náði reyndar ekki að skora í síðasta leiknum en hafði skoraði fimm mörk í þremur leikjum þar á undan.

Benfica er á toppi portúgölsku deildarinnar með 33 stig af 33 mögulegum og 73 mörk í plús.

CloéLacasse er næstmarkahæst á eftir liðsfélaga sínum Darlene sem er með 17 mörk eða tveimur mörkum meira en okkar kona.

Cloéhóf árið með ÍBV og skoraði þar 11 mörk í 12 leikjum. Hún endar því árið 2019 með 27 deildarmörk í 23 leikjum sem er frábær árangur.

Cloé fékk íslenskt ríkisfang á þessu ári en hún hafði spilað með ÍBV liðinu frá árinu 2015.

Það verður fróðlegt að sjá hvort CloéLacasse fái ekki að spila sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands á næsta ári en KSÍ náði ekki að ganga frá keppnisleyfi hennar fyrir leikina í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×